Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Starfshópurinn gegn ofbeldi sem var aldrei stofnaður

Í des­em­ber 2022 sam­þykkti rík­is­stjórn­in að stofn­að­ur yrði starfs­hóp­ur til að vinna að gerð nýrr­ar að­gerðaráætl­un­ar gegn of­beldi og af­leið­ing­um þess. Síð­an spurð­ist aldrei til hóps­ins. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið taldi að fyr­ir­hug­uð­um verk­efn­um hóps­ins hafi ver­ið fund­inn ann­ar far­veg­ur.

Starfshópurinn gegn ofbeldi sem var aldrei stofnaður
Félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson vildi að stofnaður yrði starfshópur um aðgerðir gegn ofbeldi. Mynd: Golli

Ídesember árið 2022 samþykkti ríkisstjórnin tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að skipa starfshóp sem myndi vinna að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Hópinn átti að stofna vorið 2023 og aðgerðaráætlun hans átti að leggja fram á Alþingi sem þingsályktunartillögu vorið 2024. 

Síðan hefur ekkert spurst til þessa starfshóps. Hvorki um skipun hans né afurðir.

Mikið hefur verið rætt um aukið ofbeldi í íslensku samfélagi undanfarið. Varð það einkum í kjölfar hnífaárásar sem dró 17 ára stúlku til dauða á Menningarnótt – en hnífaburður og ofbeldi meðal ungmenna hefur færst mikið í aukana. Nýverið hefur ríkisstjórnin, forseti Íslands auk fjölmargra annarra kallað eftir þjóðarátaki gegn ofbeldisbrotum barna. 

Í svari frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu við fyrirspurn Heimildarinnar segir að tekin hafi verið ákvörðun með að bíða með stofnun starfshópsins „í ljósi þess að á vegum stjórnvalda var þegar verið að vinna að margvíslegum aðgerðum gegn ofbeldi, auk þess sem aðrar aðgerðaáætlanir tengdar ofbeldi voru enn í gildi.“

Í því samhengi er minnst á aðgerðaáaætlanir svo sem þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, en í þeirri ályktun er áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021-2025. 

„Ráðuneytið telur að fyrirhuguðum verkefnum þess starfshóps sem spurt er um hafi því að stöddu verið fundinn annar farvegur“

Enn fremur var starfshópur starfandi sem skoðaði og lagði mat á hvaða laga- og reglugerðabreytinga væri þörf á í tengslum við þjónustu vegna ofbeldis. Var það út frá samningi Evrópuráðsins (Istanbúl-samningurinn) um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. 

Auk þess hafði verið skipaður starfshópur til að vinna að landsáætlun um innleiðingu Istanbúl-samningsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.

„Talið var rétt að þessum verkefnum og öðrum yrði fylgt úr hlaði og mat lagt á framvindu þeirra áður en hafist yrði handa við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar,“ segir í svari ráðuneytisins.

Fjölmörg verkefni studd

Þá er tekið fram að í dag sé unnið að margvíslegum aðgerðum tengdum ofbeldi vítt og breitt um stjórnkerfið. Til dæmis sé einn liður í nýkynntri áætlun um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum að samhæfa aðgerðir gegn ofbeldi og móta stefnu til framtíðar. „Ráðuneytið telur að fyrirhuguðum verkefnum þess starfshóps sem spurt er um hafi því að stöddu verið fundinn annar farvegur.“

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið segist síðustu ár hafa komið að fjölmörgum verkefnum sem miði að því að draga úr ofbeldi í samfélaginu og bregðast við afleiðingum þess.

„Ráðuneytið gerði samkomulag við Ríkislögreglustjóra um frekari þróun á svæðisbundnu samstarfi um aðgerðir gegn ofbeldi meðal lykilaðila á hverju landssvæði þ.m.t. félagsþjónustu, sérfræðiþjónustu sveitarfélaga, barnaverndaryfirvalda, lögreglu, heilbrigðisþjónustu og skólastjórnenda. Sú vinna stendur enn yfir og á flestum landssvæðum hefur verið skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi,“ segir í svarinu.

Þá hafi ríkislögreglustjóra einnig verið veitt fjárframlag til þess að halda fyrsta landssamráðsfundinn um aðgerðir gegn ofbeldi. Þema fundarins hafi verið ofbeldi meðal barna og ungmenna og þverfaglegt samráð gegn heimilis-, kynferðis-, og kynbundnu ofbeldi.

Ráðuneytið hafi lengi stutt við frjáls félagasamtök og aðra sem veita þjónustu vegna ofbeldis, til dæmis Bjarkarhlíð, Stígamót og Samtök um kvennaathvarf á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi. Árið 2023 hafi verið auglýst sérstaklega eftir umsóknum um styrki til verkefna til að takast á við ofbeldi. Enn fremur hafi um árabil verið gerður samningur við Heimilisfrið sem veitir þjónustu við fólk sem beitir ofbeldi í nánum samböndum.

Frumvarp á þingmálaskrá vetrarins

Í svarinu er enn fremur tekið fram að í heimsfaraldrinum hafi fjölmörg verkefni verið sett á laggirnar af aðgerðarteymi gegn ofbeldi. Áhersla hafi verið lögð á verkefni sem yrðu fest í sessi til framtíðar.

„Má þar nefna að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var studd til að ráðast í markvissar aðgerðir til að vinna gegn stafrænu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og ungmennum, auk þess að fá stuðning til að sinna auknum forvörnum og stuðningi við börn í viðkvæmri stöðu til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum þeirra.“

Að lokum sé frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem byggi á tillögum starfshópsins um þjónustu vegna ofbeldis út frá Istanbúl-samningnum, á þingmálaskrá vetrarins.

„Um er að ræða frumvarp um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (aðgerðir gegn ofbeldi) í þeim tilgangi að skýra ábyrgð og hlutverk opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur,“ segir í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu