Illa einangruð heimili á Englandi og í Wales verða til þess að 30 milljón tonn af koldíoxíð (CO2) losna að óþörfu út í andrúmsloftið. Það jafnast á við losun allrar Danmerkur. Með því að einangra hús betur væri hægt að koma í veg fyrir þessa umfram losun. Það er hins vegar ekki einfalt verk því talið er að um 14 þúsund heimili þurfi slíkar endurbætur að því er ný rannsókn samtakanna Friends of the Earth hefur leitt í ljós.
Miðað við núverandi hraða á endurbótum mun það að mati samtakanna taka 90 ár að einangra þau öll svo þau uppfylli nútímakröfur. Fjölmörg umhverfisverndarsamtök hafa nú tekið saman höndum og skora á nýja ríkisstjórn að setja verkefni til að draga úr orkusóun framar í forgangsröðina.
Athugasemdir