Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Þetta greiddu frambjóðendur til forseta fyrir hvert atkvæði

Nú hef­ur rekstr­ar­reikn­ing­um ver­ið skil­að fyr­ir öll for­setafram­boð­in, að fram­boði Stein­unn­ar Ólínu Þor­steins­dótt­ur und­an­skildu. Heim­ild­in tók sam­an hve mikl­um fjár­mun­um hver fram­bjóð­andi eyddi í heild­ina og úr eig­in vasa og bar það sam­an við at­kvæða­fjölda.

Þetta greiddu frambjóðendur til forseta fyrir hvert atkvæði
Frambjóðendur Tólf manns buðu sig fram til forseta í vor. Mynd: Samsett / Golli

Þegar reikningsskilin úr framboðum til forseta eru skoðuð má loks sjá hver þeirra kostuðu mest og hver minnst. Sé þetta borið saman við fjölda greiddra atkvæða kemur í ljós nokkuð athygliverð tölfræði – nefnilega hvað hver forsetaframbjóðandi greiddi fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. 

KostnaðurEiríkur Ingi eyddi minnstu en Katrín Jakobsdóttir langmestu.

Þess er þó vert að geta að tölurnar eru ekki alnákvæmar fyrir þrjú framboðanna. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur ekki skilað sínum reikningsskilum enn. Þá þurftu Viktor Traustason og Eiríkur Ingi Jóhannesson ekki að gera grein fyrir reikningum sínum vegna þess að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður framboða þeirra fór yfir 550 þúsund krónur. 

Hægt er að taka reikningsskilin saman nú vegna þess að skil Baldurs Þórhallssonar voru samþykkt og birt fyrr í dag.

Eiríks framboð ódýrast en Katrínar dýrast

Frambjóðendur höfðu úr gríðarlega mismiklum fjármunum að moða í kosningabaráttum sínum.

Ódýrasta framboðið var framboð Eiríks Inga Jóhannssonar, sem kostaði 66 þúsund krónur. Langdýrasta framboðið var Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Kostnaðurinn við það var 57,3 milljónir.

Næstdýrast var framboð framboð Höllu Hrundar Logadóttur, fyrrverandi orkumálastjóra, sem kostaði 27,4 milljónir. Útgjöld Höllu Hrundar var þó talsvert nær þriðja dýrasta framboðinu, sem var 26 milljóna framboð nöfnu hennar Tómasdóttur, en því dýrasta.

AtkvæðiHvert atkvæði kostaði mjög mismikið eftir frambjóðendum.

Framboðið sem eyddi minnstum fjármunum í hvert atkvæði var framboð Viktors Traustasonar, en hann áætlaði á sínum tíma að kostnaðurinn við framboðið væri um 80 þúsund krónur. Það gera 204 krónur fyrir hvert atkvæði þegar upp er staðið.

Næstminnst greiddi forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, fyrir hvert atkvæði sem hún hlaut. Það er ef til vill ekki að undra – Halla var afgerandi sigurvegari kosninganna og hlaut rúm 73 þúsund atkvæði í júní. Fyrir hvert þeirra greiddi framboðið 355 krónur.

Sjálf reiddi Halla fram rúmar þrjár og hálfa milljón úr eigin vasa til framboðsins. Það mætti því segja að hún hafi persónulega greitt 48 krónur fyrir hvert atkvæði.

Helga og Arnar Þór greiddu mest úr eigin vasa

Langmestu eyddi Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í hvert atkvæði. Hún greiddi tæp 65 þúsund fyrir hvert þeirra. Framboð hennar kostaði 17,7 milljónir, þar af voru tæpar 17 úr eigin vasa. Hún hlaut 275 atkvæði í heildina.

Á eftir Helgu greiddi Arnar Þór Jónsson mestu úr eigin vasa í heildina, eða tæpum 10,3 milljónum. Hann greiddi 2.353 krónur fyrir hvert atkvæði, en úr eigin vasa 946 krónur fyrir hvert þeirra.

Eigin framlögFólk greiddi mismikið úr eigin vasa til kosningabaráttunnar.

Jón Gnarr og Ásdís Rán Gunnarsdóttir lögðu ekkert fjármagn til framboða sinna. Þau greiddu því hlutfallslega minnst úr eigin vasa, eða nákvæmlega ekki neitt. Heildarkostnaður framboða fyrir hvert atkvæði var þó hærra hjá Ásdísi, eða um 1.963 krónur. Hjá Jóni var upphæðin 492 krónur.

Athygli vekur að gamli stjórnmálaflokkur Jóns, Björt framtíð í Reykjavík, lét 400 þúsund krónur renna til framboðs hans. Björt framtíð var að hluta stofnuð af meðlimum Besta flokksins, þar á meðal Jóns. Hann yfirgaf þó Bjarta framtíð árið 2017.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, greiddi tæpar fimm milljónir sjálfur til framboðsins. Þess er þó vert að geta að fyrirtækið Hellarnir við Hellu sem er í 25% eigu hans sjálfs, styrkti framboðið um 400 þúsund krónur. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er auðvitað mikilvægt að skoða hvaðan peningarir koma því flestir frambjóðendur eru að miklu leiti fulltrúar ákveðinna hagsmuna aðila.

    Þá er mikilvægt að átta sig á þeirri staðreynd að hagsmunasamtök og aðilar að þeim hafa til þessa styrkt ákveðin pólitísk framboð sem forsetaframboð er svo sannarlega. Það er einnig ljóst að verulegir styrkir fara leynt, þ.e.a.s. svartir fjármunir sem fara eftir leyndum leiðum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár