Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís sækist eftir formannssætinu

Svandís Svavars­dótt­ir inn­viða­ráð­herra mun sækj­ast eft­ir því að verða næsti formað­ur Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs.

Svandís sækist eftir formannssætinu
Ráðherra Svandís hefur sinnt þingmennsku frá árinu 2009. Mynd: Golli

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra ætlar að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Þetta sagði Svandís í samtali við fréttastofu Vísis að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Svandís bætti því við að hún hlakkaði til landsfundar og að hennar áhersla yrði á að lyfta flaggi Vinstri grænna sem allra hæst. 

Landsfundur VG verður haldinn í Reykjavík dagana 4.- 6. október.

Svandís segir í samtali við Vísi að fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Þetta bendir til þess að ríkisstjórnarsamstarfið gæti endað fyrr en búist var við en að óbreyttu ættu þingkosningar að fara fram að hausti á næsta ári.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður VG, lýsti í gær yfir stuðningi sínum við Svandísi í formannsembættið. Hann hefur sinnt formennsku fyrir flokkinn síðan Katrín Jakobsdóttir hvarf frá stjórnmálum í vor. Sjálfur sækist Guðmundur Ingi eftir því að verða varaformaður flokksins á ný. Það ætlar Jódís Skúladóttir, þingmaður flokksins, einnig að gera.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár