Seinni mynd:
Hver er konan?
Almennar spurningar:
- Hver fékk á dögunum hin alþjóðlegu bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness?
- Þrír höfundar hafa áður fengið þau verðlaun. Nefnið einn af þeim!
- Hver lék aðalkvenhlutverkið í myndinni Pretty Woman árið 1990?
- En hver lék aðalkarlhlutverkið í myndinni Joker frá 2019?
- Hver samdi tónlistina í þá bíómynd og fékk verðlaun fyrir?
- Sama tónskáld hafði skömmu áður samið tónlist í vinsæla sjónvarpsþætti og fékk líka fjölda verðlauna fyrir þá músík. Hvað nefndust sjónvarpsþættirnir?
- Hvað heitir höfuðborgin í Tyrklandi?
- Bæði bíómyndir og sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir skáldsagnaröð sem kallast einu nafni Dune. Hvað heitir höfundur þeirra skáldsagna?
- Hver er eftirlætisíþrótt Donalds Trump?
- Hvað heitir fullu nafni kona sem hefur verið þrívegis í framboði til forseta Frakklands og litið er á sem leiðtoga mjög hægrisinnaðra þar í landi?
- Hvað heitir konungur Danmerkur? Númerið verður að vera rétt.
- Gunnar Sigvaldason var nokkuð í sviðsljósinu í vor, þó ekki beinlínis að eigin frumkvæði. Hver er menntun Gunnars? (Hér má nefna tvennt.)
- Hvað heitir stúlka ein sem braust inn til bangsafjölskyldu?
- Ein þrautreynd: Hver er breiðasti fjörður/flói/vík/vogur á Íslandi sem enginn þéttbýlisstaður stendur við?
- Hvað eru klósigar?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni eru útlínur Kína. Konan er stjórnmálamaðurinn Bjarkey Olsen.
Svör við almennum spurningum:
1. Salman Rushdie. — 2. Ian MacEwan, Elif Shafak eða Andrei Kúrkov. — 3. Julia Roberts. — 4. Joaquin Phoenix. — 5. Hildur Guðnadóttir. — 6. Chernobyl. — 7. Ankara. — 8. Frank Herbert. — 9. Golf. — 10. Marine Le Pen. — 11. Friðrik tíundi. — 12. Heimspeki og/eða stjórnmálafræði. Hvort tveggja telst rétt. — 13. Gullbrá. — 14. Héraðsflói. — 15. Ský.
Athugasemdir (2)