Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Sonurinn bjargaði Sólveigu

Sól­veig Ág­ústs­dótt­ir hef­ur ekki far­ið auð­veldu leið­ina í líf­inu. Þeg­ar son­ur henn­ar kom í heim­inn fyr­ir 17 ár­um síð­an breytt­ist allt. „Hann varð ljós­ið í líf­inu mínu, bjarg­aði mér,“ seg­ir Sól­veig sem hef­ur ver­ið edrú síð­an.

Sonurinn bjargaði Sólveigu
Ljósið „Ég varð edrú og varð bara strax ófrísk og hann bjargaði mér,“ segir Sólveig.

Sólveig Ágústsdóttir er við vinnu í einu af litlu svörtu húsunum í Austurstræti á sólríkum fimmtudagsmorgni þegar blaðamaður stoppar hana og spyr hvort hún geti sagt frá því sem gerði hana að manneskjunni sem hún er í dag. Það var þrautargangan, pyttir helvítis og drykkju sem hún óskar engum að lenda í. Og svo er það sonurinn sem breytti öllu fyrir Sólveigu, sem var orðin 36 ára gömul þegar hann kom í heiminn, enda hafði hún alls ekki ætlað sér að eignast börn. En fyrir það er hún þakklát í dag. Gefum Sólveigu orðið. 

„Ég er í litla fyrirtækinu hennar frænku minnar. Ég er að vinna fyrir frænku mína sem er skartgripahönnuður og er að búa til allt þetta smádót sem er á borðinu hjá mér. Ég er búin að vera að hjálpa til af og til í nokkur ár,“ segir Sólveig þar sem hún stendur við svart borð drekkhlaðið skartgripum úr hraunmolum og perlum.

Við spyrjum stórrar spurningar þegar við tölum við fólkið í borginni. Hvað gerði þig að þeirri manneskju sem þú ert í dag? 

Sólveig þarf ekki að hugsa sig lengi um áður en hún svarar.

Ég er ekki búin að fara auðveldu leiðina í lífinu en ég er á góðum stað og vildi ekki að ég hefði farið aðra leið í dag því þá væri ég á öðrum stað í dag og ætti ekki þennan dreng sem ég á. Hann er sautján. Hann er núna að skakklappast eins og ég gerði en ég veit að hann mun ná sér út úr þessu. Hann er með öll tromp með sér því það eru allir að reyna að hjálpa honum. Þetta var einhvern veginn sjálfsagt þegar ég var ung, að vera eins og hálfviti.

Var þín þrautarganga löng? 

„Já, hún var svona tíu ár. Þetta var svona, drekkum í dag og sofum á morgun. Þetta var bara mjög erfitt. Ef ég hefði orðið ófrísk deginum fyrr hefði ég sennilega ekki átt barnið. Ég varð edrú og varð bara strax ófrísk og hann bjargaði mér. Hann varð ljósið í lífinu mínu, bjargaði mér þannig að nú trúi ég að ég geti bjargað honum.

Hvað varstu gömul þegar þú eignaðist son þinn?

„Ég ætlaði aldrei að eignast börn þannig að ég var 36 ára þegar ég átti hann. Ég hef verið edrú síðan.“

Er lífið betra þannig?

„Við skulum ekkert ræða það neitt,“ segir Sólveig og hlær aðeins. „Að vita hvar þú getir sofið og þú fáir að borða. Lífið er yndislegt ef þú leyfir því að vera það. Það er bara rosalega erfitt að detta í þessa pytti helvítis.“

Þú mælir ekki með því fyrir neinn?

„Nei, ekki mínum versta óvini einu sinni myndi ég óska að vera á þessum stað.“

Hvað ertu gömul í dag? 

„53 ára.

Þannig að allt lífið er fram undan? 

Eigum við ekki bara að segja það? Betri helmingurinn alla vega.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár