Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja 37 lóupör missa kjörlendi sitt

Norð­ur­þing afl­aði lög­fræði­álits vegna kæru sam­tak­anna Nátt­úrugriða.

Segja 37 lóupör missa kjörlendi sitt
Skorningar Mörgum brá í brún að sjá mólendi við Húsavík vera snúið á hvolf fyrir skógrækt. Mynd: Áskell Jónsson

„Í þessum tveimur verkefnum verða áhrifin samanlagt þau, til lengri tíma, að 284 hektarar af núverandi mólendi muni klæðast skógi og þar með muni um það bil 37 pör af heiðlóum missa varpkjörlendi (0,011% íslenska stofnsins) og eitthvað lægra hlutfall af spóastofninum,“ segir meðal annars í lögfræðiáliti sem Norðurþing aflaði vegna kæru samtakanna Náttúrugriða á útgáfu framkvæmdaleyfa sveitarfélagsins til umfangsmikillar skógræktar í landi Þverár og Saltvíkur.

Málið á uppruna sinn í mikilli gagnrýni sem spratt fram er áberandi rásir voru herfaðar í mólendi utan við Húsavík til að undirbúa kolefnisbindingarverkefni einkafyrirtækisins Yggdragsils Carbon. Fleiri slík eru á stefnuskránni í sveitarfélaginu.

Var meðal annars gagnrýnt að með svo miklum breytingum á landi myndi fuglalíf verða fyrir áhrifum. Lögfræðingur Norðurþings segir í greinargerð sinni að skógræktarverkefnin muni hafa óveruleg áhrif á heildarstofna þeirra algengu fuglategunda sem nýta svæðin í dag en að skógur skapi svo kjörlendi fyrir aðrar fuglategundir. Er niðurstaða álitsins sú að sveitarfélagið hafi á lögmætan og málefnalegan hátt lagt mat á áhrif framkvæmdanna á náttúru og dýralíf.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt skrifaði
    Svona gera menn alls ekki - þetta er nauðgun á náttúrunni🥲
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár