Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Segja kostnaðaráætlun Vegagerðar „grunsamlega“ háa

Sveit­ar­stjórn Mýr­dals­hrepps vill að vilji til að stofna hluta­fé­lag um bygg­ingu jarðganga í gegn­um Reyn­is­fjall verði kann­að­ur.

Segja kostnaðaráætlun Vegagerðar „grunsamlega“ háa
Bæjarfjallið Jarðgöng í gegnum Reynisfjall og vegur meðfram ströndinni er sú leið sem er á aðalskipulagi sveitarfélagasins Mýrdalshrepps. Mynd: Golli

Vinir vegfarandans, félag fólks um greiðfærar og öruggar samgöngur í Mýrdal, hafa sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis áskorun um að gerð verði jarðgöng í gegnum Reynisfjall og vegur lagður með ströndinni líkt og aðalskipulag sveitarfélagsins gerir ráð fyrir. Það er hins vegar ekki sá kostur sem Vegagerðin vill fara við endurbætur á hringveginum um Mýrdal heldur að núverandi vegur verði bættur. Undir það hefur Skipulagsstofnun tekið. Félagið segir kostnaðaráætlun varðandi jarðgangaleið grunsamlega háa og segir umhverfissjónarmið hafa verið höfð í hávegum á kostnað annarra.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps tekur heilshugar undir áskorun félagsins og leggur til að skoðað verði hvort ríkið eða aðrir hagsmunaaðilar séu reiðubúnir að stofna hlutafélag til að vinna að framkvæmdinni, með hliðsjón af reynslunni frá Hvalfjarðargöngum. Hefur sveitarstjóra verið falið að fylgja því máli eftir.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Einarsson skrifaði
    Fá bara Færeyinga til að græja þessi jarðgöng fyrir okkur. Þeir væru pottþétt sneggri að þessu og myndu skila þessu af sér ódýrara en vegagerðin gæti nokkurn tímann gert
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár