Halldór er sá sem einna best þekkir til mála Salmans Rushdie hér á landi en auk þess að hafa hlotið dauðadóm er hann vinur norska útgefandans William Nygaard, sem var skotinn þrisvar í bakið í kjölfar útgáfu Söngva Satans. Í gegnum Halldór lánaðist að fá William í viðtal í þessari sömu úttekt – sem fyrrnefndur gerði með blaðamanni svo næðist í skottið á síðarnefndum.
Halldór segir að dauðadómurinn hafi verið eitthvað sem hann sjálfur las um í fjölmiðlum og þegar hann sá loksins úrskurðinn var það „ósköp ómerkilegt fjölrit“ sem barst honum, að hann minnir í pósti. „En ég dreg í efa að mér hafi verið sent það frá Íran.“
Hann kveðst þó ekki hafa orðið smeykur, veruleiki þessi virtist þá vera svo fjarri. „Ísland var á þeim tíma allt annað samfélag en við þekkjum núna,“ minnir hann á. „Svo miklu einsleitara. En …
Athugasemdir