Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Reiði á Keflavíkurflugvelli vegna lögregluaðgerða gegn Yazan

Ell­efu ára palestínsk­ur lang­veik­ur dreng­ur var vak­inn þar sem hann lá á sjúkra­beði í nótt. Vísa átti hon­um og for­eldr­um hans úr landi. Þessi dreng­ur heit­ir Yaz­an Tamimi og hef­ur brott­vís­un hans ver­ið mót­mælt harð­lega. Brott­vís­un hans var frest­að á ní­unda tím­an­um í morg­un.

Mótmælt Frá mótmælum gegn brottvísun Yazans í morgun.

Fjöldi fólks mótmælti brottflutningi Yazans Tamimi á Keflavíkurflugvelli í nótt. Rétt fyrir miðnætti var Yazan nefnilega vakinn þar sem hann lá í Rjóðrinu, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítalans fyrir langveik og fötluð börn sem þarfnast mikillar hjúkrunar og umönnunar. 

Lögreglan var mætt til þess að flytja hann út á Keflavíkurflugvöll þar sem honum var haldið símalausum og einangruðum þar til flytja átti hann til Spánar í morgun. 

Sem fyrr segir mætti fjöldi fólks á flugstöðina til að mótmæla aðgerðum lögreglu og trommusláttur barst um flugstöðina. Meðfylgjandi myndbönd eru tekin á vettvangi. 

Yazan var síðan fluttur aftur á Landspítala í morgun. Vísir greindi frá því að dómsmálaráðherra hefði stöðvað brottflutninginn.

Hver er þessi Yazan? 

Heimildin birti ítarlegt viðtal við Yazan og foreldra hans, Ferial og Mohsen, um miðjan maímánuð. Þar sögðu þau sögu hans. Yazan þjáist af vöðvahrörnunarsjúkdómnum Duchenne sem styttir lífslíkur fólks verulega og skerðir ýmsa hreyfigetu. Yazan missti göngugetuna níu ára gamall og lýstu foreldrar hans því þannig. 

„Ég finn ekki fyrir fótleggjunum mínum,“ hafði hann æpti Yazan upp fyrir sig nokkrum dögum eftir níu ára afmælið sitt.

Þau reyndu að róa drenginn sinn niður en hann grét: „Þið verðið að fara með mig á spítala.“

Í Palestínu gat hann ekki fengið viðeigandi heilbrigðisaðstoð svo foreldrarnir þurftu að sækja hana til Ísrael og greiða fyrir hana sjálf. Til þess þurfti þau að taka að sér alla þá vinnu sem þeim bauðst og jafnvel þegar þau gátu greitt fyrir þjónustuna var þeim oft ómögulegt að útvega Yazan hana því þau fengu ekki alltaf leyfi til þess að fara með hann yfir til Ísraels. 

Yazan hrakaði með ári hverju en þarna þar sem hann lá níu ára gamall á gólfinu á heimili sínu og æmti af sársauka höfðu orðið kaflaskil. Fæturnir höfðu gefið sig.

„Ég er fótleggir þínir, ég mun hjálpa þér,“ sagði faðir Yazans, Mohsen, síðar við hann. Mohsen fór að bera son sinn til og frá skólanum og þau Ferial, móðir Yazans, þurftu að minnka við sig vinnu til þess að geta aðstoðað drenginn sinn. Þannig urðu tekjurnar enn minni og leiðirnar til þess að koma Yazan undir læknishendur því af enn skornari skammti.

Svo fóru tækifærin fyrir Yazan líka að verða að nánast engu. 

„Kennurunum fannst erfitt að taka ábyrgð á því sem gæti gerst í skólanum. Þeir sögðu mér að það væri betra fyrir Yazan að vera bara heima því skólinn væri ekki vel búinn. Þeir komu þeim skilaboðum til okkar að hann ætti að vera heima, við ættum ekki að koma aftur með hann í skólann,“ segir Mohsen. 

Í heila viku fór Ferial aftur og aftur með Yazan í skólann en hann fékk ekki að koma inn í tíma. Krakkarnir stríddu honum. „Einn benti á mig og sagð: Sjáið hann, hann getur ekki gengið,“ segir Yazan frá daufur í dálkinn. 

Mohsen segir að sonur hans hafi farið að breytast í kjölfarið. 

„Hann var með mjög sterkan persónuleika en hann fór að verða niðurlútur, bera sig öðruvísi. Hann vildi ekki að vinir hans eða frændfólk sæi hann. Við fórum að velta því fyrir okkur hvort við gætum flutt í annað land,“ segir Mohsen.

Hann hafði heyrt af því að ef fjölskyldan gæti komist til Evrópu þá væri þar betri heilbrigðisþjónustu að fá. Þegar hann skoðaði bestu löndin í því skyni, öruggustu löndin og löndin sem væru best fyrir börn kom eitt land aftur og aftur og aftur upp í leitinni: Ísland. 

„Það var mín skylda að finna það besta fyrir barnið okkar. Svo ég hugsaði með mér að við þyrftum að fara,“ segir Mohsen.

Hann heyrði af því að það væri auðvelt fyrir palestínska ríkisborgara að fá vegabréfsáritun á Spáni svo fjölskyldan sótti um og fékk jákvætt svar vorið 2023. Þau seldu húsgögnin sín og önnur verðmæti og slógu lán hjá vinum sínum. Svo voru þau allt í einu komin til Spánar og tveimur dögum síðar til Íslands. Þar tóku við þeim týpískar íslenskar aðstæður: Kuldi og rigning. Suddi. Fjölskyldan var léttklædd.

„Bíðið aðeins hér, ég ætla að fara út og sjá hvernig veðrið er,“ sagði Mohsen við Ferial og Yazan. Þegar hann kom inn bætti hann við: „Veðrið er mjög slæmt, ekki það sem ég var að búast við. Ef ykkur líkar ekki við þetta skulum við frekar fara eitthvað annað.“

„Pabbi, ég vil vera hér,“ sagði Yazan að bragði. Ekkert óhress með suddann. 

Stuttu eftir að fjölskyldan kom til landsins og sótti um hæli fengu þau hér heilbrigðisþjónustu fyrir Yazan: Sjúkraþjálfun, sálfræðiaðstoð, eftirlit hjá lungnalækni, hjartalækni, bæklunarlækni og taugalækni. Því sjúkdómurinn er flókinn, eins og Guðjón Reykdal Óskarsson, doktor í líf- og læknavísindum, útskýrir. Guðjón er sjálfur með duchenne og þekkir því veruleika Yazans betur en margir aðrir. Hann segir að hvert einasta áfall geri sjúkdóminn verri og slíkur skaði er kominn til að vera. 

„Þessi sjúkdómur gengur ekki til baka,“ segir Guðjón og um aðstæður Yazans, að þurfa ofan á erfiðleikana sem sjúkdómurinn hefur í för með sér að vera vísað úr landi þar sem hann hefur fengið almennilega þjónustu: „Hræðsla mín ef ég þyrfti að lenda í þessu væri alveg svakaleg.“ 

Kærunefndin sagði Yazan ekki vera í eftirliti

Í vor varð Yazan fyrir nýju áfalli. Fjölskyldan fékk endanlega neitun um hæli hér á landi vegna þess að þau höfðu fengið vegabréfsáritun á Spáni. Ekki var talið efni til að taka tillit til sérstakra ástæðna á grundvelli heilsufars Yazans, en kærunefndinni er heimilt að taka mál til efnismeðferðar á þeim grundvelli þó að þau falli undir dyflinarreglugerðina.

Fjölskyldan skyldi fara aftur til Spánar á grundvelli dyflinarreglugerðarinnar, jafnvel þó að þar séu þau ekki með stöðu flóttamanns eða hælisleitenda og eigi því sem stendur ekki rétt á að fá þar viðeigandi heilbrigðisþjónustu fyrir Yazan. Kærunefndin sagði, ranglega miðað við nokkur læknisvottorð sem Heimildin hefur fengið að sjá, að Yazan hefði „ekki verið undir neinu sérstöku eftirliti eða í meðferð vegna [sjúkdómsins] hér á landi.“

„Kærunefnd telur ljóst að gögn málsins beri ekki með sér að heilsufar kærenda og barns þeirra sé með þeim hætti að þau teljist glíma við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum sé aðgengileg hér á landi en ekki í viðtökuríki, eins og segir í 2. mgr. 32. gr. a reglugerðarinnar,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar. 

Þá mat hún það þannig að fjölskyldunni ætti að standa til boða fullnægjandi heilbrigðisþjónusta á Spáni, en að þau gætu þurft að greiða fyrir hana sjálf. Lögfræðingur fjölskyldunnar hefur sagt það hvorki tryggt að Yazan fái aðgang að hæliskerfinu né heilbrigðisþjónustu. 

Fyrirhugaðri brottvísun Yazans hefur verið mótmælt harðlega af ýmsum samtökum fatlaðs fólks og barna. Þá hafa ítrekað farið fram mótmæli á Austurvelli. Á Keflavíkurflugvelli í morgun lét fólk í sér heyra. Það virðist hafa virkað, miðað við það að Yazan á að hafa verið færður aftur af vellinum og í Rjóðrið. 

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Hvað er að hjá okkar stjórnvöldum? Notar einhver þessa blessuðu Dyflinarreglugerð lengur? Drengurinn á að fá landvistarleyfi ásamt foreldrum sínum, basta
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár