Í flækjusögu síðustu viku var þar komið sögu borgarinnar Beja í sunnanverðri Lusitaníu (nú Portúgal) að á 11. öld var borgin hluti af allvoldugu ríki múslimakonunganna í Išbīliya, eða Sevillu, eins og sú borg heitir núna.
Feðgar þrír af ætt Abbadída ríktu hver á fætur öðrum yfir Išbīliya 1023–1095 og var sá þriðji, Mohammed al-Mutamid, fæddur í Beja. Hann var að ýmsu leyti mikilfengleg persóna, áhugasamur um vísindi og menningu og mikilsvirt ljóðskáld sjálfur, og uppáhaldskonan hans var raunar ljóðskáld líka, hún Itíma, þrælastúlka sem hófst til virðingar vegna hagmælsku sinnar.
En þótt al-Mutamid hefði metnað til að endurreisa veldi kalífanna dýrðlegu í Andalúsíu var herlið hans raunar ekki upp á marga fiska. Seint á valdatíma hans var hinn kristni Alfonso kóngur í Kastilíu orðinn honum yfirsterkari svo al-Mutamid varð að greiða honum skatt, sem var mikil niðurlæging fyrir einn helsta höfðingja múslima á Spáni. Al-Mutamid greip þá …
Athugasemdir