Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigandi Ítalíu gengst við því að skulda laun

Eig­andi Ítal­íu, Elv­ar Ingimars­son, seg­ir rétt að fyr­ir­tæk­ið hafi átt í erf­ið­leik­um við greiðslu launa og launa­tengdra gjalda. Fyr­ir­tæk­ið skuld­ar, að hans sögn, um 2 millj­ón­ir króna hvað það varð­ar. Hann seg­ir það sé þung­bært að stétt­ar­fé­lag­ið Efl­ing hafi kos­ið að mót­mæla fyr­ir ut­an veit­inga­stað­inn í gær og að það geri hon­um erf­ið­ara fyr­ir við að leysa úr vand­an­um. Efl­ing­ar­fé­lag­ar lýsa þeim veru­leika sem við þeim blasti þeg­ar þeir fengu ekki laun­in sín.

Eigandi Ítalíu gengst við því að skulda laun
Mótmæli Frá mótmælum Eflingarfélaga fyrir utan Ítalíu í gær. Hér sést Sólveig Anna, formaður Eflingar, leiða mótmælin. Mynd: Sigtryggur Ari

Það er rétt sem komið hefur fram að við höfum lent í nokkrum erfiðleikum varðandi launagreiðslur til starfsfólks og vegna launatengdra gjalda,“ skrifar Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla vegna yfirlýsingar stéttarfélagsins Eflingar um meintan launaþjófnað og kjarasamningsbrot veitingastaðarins. 

Félagar í Eflingu mótmæltu þessum meintu brotum fyrir utan veitingastaðinn í gær. Fyrr í dag sendi stéttarfélagið fjölmiðlum vitnisburði frá fólki sem starfað hefur fyrir veitingastaði í eigu eða rekstri Elvars. 

„Ég fór margsinnis á fund Elvars [Ingimarssonar] og krafðist þess að laun yrðu greidd. Svarið var yfirleitt á þá leið að það yrði gert daginn eftir,“ segir í vitnisburði eins þeirra – Eriks Kristovco. „Nú, átta mánuðum síðar, hefur ekkert gerst í þeim málum og í sms-samskiptum við Elvar staðfesti hann við mig að hann hygðist ekki greiða mér þau laun sem mér ber, hvorki nú né síðar.“

Áfall í krefjandi rekstri

Í yfirlýsingu sinni ber Elvar fyrir sig áföll í rekstrinum. Hann keypti veitingastaðinn Ítalíu í maímánuði í fyrra. Fyrsta áfallið segir Elvar að hafi komið þegar húseigandi á Laugavegi ákvað að endurnýja ekki leigusamning við veitingastaðinn. 

„Af þeim sökum þurftum við að flytja í árslok 2023 og flutti veitingastaðurinn á Frakkastíg. Það er alltaf erfitt að flytja rótgróinn veitingastað í nýtt húsnæði,“ skrifar Elvar. 

„Það hefur verið mjög krefjandi að reka veitingastaði í núverandi rekstrarumhverfi, sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu þar sem aðföng hafa hækkað stjórnlaust og hækkandi launakostnaði.“

„Það hefur verið mjög krefjandi að reka veitingastaði í núverandi rekstrarumhverfi,“
Elvar Ingimarsson
eigandi Ítalíu

Elvar segir veitingastaðinn nú skulda 2 milljónir króna í ógreidd laun og að það samsvari um tveimur prósentum af þeim launum sem til greiðslu hafa komið á þessu ári. 

„Vinnan við að leysa úr því er í fullum gangi og viljum við biðja um vinnufrið á meðan sú vinna er í gangi,“ skrifar Elvar. Hann segir að það hafi verið honum afar þungbært þegar stéttarfélagið Efling blés til mótmæla fyrir utan veitingastaðinn í gær. 

„Tilgangurinn er, að manni sýnist, að skaða reksturinn sem mest þannig að okkur sé ekki kleift að vinna að lausn þessara mála og gera upp útistandandi skuldir.“

„Umræddur Elvar sagði iðulega þegar ég ræddi við hann að ég ætti að prófa að setjast í hans stól, það væru einfaldlega engir peningar til að greiða mér laun“
vitnun í Vitalii Shybka
fyrrverandi starfsmann Ítalíu

Miðað við frásagnir félaga í Eflingu sem starfað hafa fyrir félög Elvars hefur það ekki gengið vel. 

Umræddur Elvar sagði iðulega þegar ég ræddi við hann að ég ætti að prófa að setjast í hans stól, það væru einfaldlega engir peningar til að greiða mér laun,“ er haft eftir Vitalii Shybka í tilkynningunni frá Eflingu. Hann var ráðinn til starfa á Ítalíu í desember í fyrra. Haft er eftir honum að hann hafi ekki fengið greidd laun og það hafi sent hann út í fjárhagsvandræði.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár