Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Útför Bryndísar Klöru í dag – minningarstaða við Björgunarmiðstöðina

Boð­að er til minn­ing­ar­stöðu fyr­ir fram­an Björg­un­ar­mið­stöð­ina í Skóg­ar­hlíð í dag á út­far­ar­degi Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur sem lést í kjöl­far stungu­árás­ar á menn­ing­arnótt.

Útför Bryndísar Klöru í dag – minningarstaða við Björgunarmiðstöðina
Samstaða Margir vilja minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur í dag.

Bryndís Klara Birgisdóttir, er lést í kjölfar stunguárásar í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt, verður jarðsungin í dag. Starfsfólk Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð hefur af því tilefni boðað til minningarstöðu fyrir framan anddyri miðstöðvarinnar í dag, föstudaginn 13. september, kl. 15.

 Landsmenn eru hvattir til að kveikja á friðarkerti í dag til að minnast Bryndísar. Allar helstu matvöruverslanir landsins hafa hafið sölu á sérstöku friðarkerti og mun ágóði af sölu þess renna í Minningasjóð Bryndísar Klöru. Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna er í forgrunni.

„Starfsmenn Skógarhlíðar sem margir hverjir hafa reynslu af því að bregðast við ofbeldisverkum eins og því sem varð Bryndísi Klöru að bana vilja taka þátt í því að minnast hennar og styðja við markmið sjóðsins,“ segir í færslu á Facebook-síðu Neyðarlínunnar þar sem boðað er til minningarstöðunnar kl. 15 í dag. „Starfsmenn Neyðarlínu hvetja öll til að taka þátt, hvar sem þau kunna að vera stödd. Öll eru velkomin til að koma með eigið kerti og taka þátt í minningarstöðunni við Skógarhlíð. Hugur okkar er hjá öllum þeim sem þessi atburður hefur haft áhrif á.“

Bryndís Klara fæddist í Reykjavík 2. febrúar 2007. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 30. ágúst 2024.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár