Útför Bryndísar Klöru í dag – minningarstaða við Björgunarmiðstöðina

Boð­að er til minn­ing­ar­stöðu fyr­ir fram­an Björg­un­ar­mið­stöð­ina í Skóg­ar­hlíð í dag á út­far­ar­degi Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur sem lést í kjöl­far stungu­árás­ar á menn­ing­arnótt.

Útför Bryndísar Klöru í dag – minningarstaða við Björgunarmiðstöðina
Samstaða Margir vilja minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur í dag.

Bryndís Klara Birgisdóttir, er lést í kjölfar stunguárásar í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt, verður jarðsungin í dag. Starfsfólk Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð hefur af því tilefni boðað til minningarstöðu fyrir framan anddyri miðstöðvarinnar í dag, föstudaginn 13. september, kl. 15.

 Landsmenn eru hvattir til að kveikja á friðarkerti í dag til að minnast Bryndísar. Allar helstu matvöruverslanir landsins hafa hafið sölu á sérstöku friðarkerti og mun ágóði af sölu þess renna í Minningasjóð Bryndísar Klöru. Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna er í forgrunni.

„Starfsmenn Skógarhlíðar sem margir hverjir hafa reynslu af því að bregðast við ofbeldisverkum eins og því sem varð Bryndísi Klöru að bana vilja taka þátt í því að minnast hennar og styðja við markmið sjóðsins,“ segir í færslu á Facebook-síðu Neyðarlínunnar þar sem boðað er til minningarstöðunnar kl. 15 í dag. „Starfsmenn Neyðarlínu hvetja öll til að taka þátt, hvar sem þau kunna að vera stödd. Öll eru velkomin til að koma með eigið kerti og taka þátt í minningarstöðunni við Skógarhlíð. Hugur okkar er hjá öllum þeim sem þessi atburður hefur haft áhrif á.“

Bryndís Klara fæddist í Reykjavík 2. febrúar 2007. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 30. ágúst 2024.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár