Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Án samtakamáttar er þetta töpuð barátta

Sam­visku­bit er ekki góð­ur drif­kraft­ur í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni. Breyt­ing­ar á hegð­un sem gerð­ar eru af vænt­umþykju, bæði í garð okk­ar sjálfra og um­hverf­is­ins, eru væn­legri til ár­ang­urs, að mati sviðs­stjóra lofts­lags­mála og hringrás­ar­hag­kerf­is­ins hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Án samtakamáttar er þetta töpuð barátta
Samtakamáttur „Ég held að krafturinn og töfrarnir liggja í samtakamættinum,“ segir Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun, um baráttuna gegn loftslagsvánni. Mynd: Þórdís Björt/Umhverfisstofnun

Loftslagsvá er risavaxið verkefni á heimsvísu og eitt mest krefjandi verkefni mannkyns. En hvað getum við gert til að bregðast við loftslagsvánni og hver erum „við“? Auði H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sviðsstjóra á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun, finnst spennandi að svara stórum spurningum sem engin skýr svör eru við.  

„Það sem gerir þetta svo erfitt er að þetta er sameiginlegt verkefni. Það getur enginn einn leyst það,“ segir Auður. Þannig verður til freistnivandi. „Hvað er ég að fara að breyta mataræðinu mínu eða ferðalögum þegar við erum með stóriðjuna sem er að gera miklu, miklu meira? Það gerir þetta erfitt og þýðir að við þurfum að vinna með samtakamátt, að ná sátt um það að þetta sé sameiginlegt verkefni,“ segir Auður. 

Ísland getur verið fyrirmynd

„Við“ geta verið einstaklingar, stjórnendur fyrirtækja eða stjórnmálamenn. „Við höfum mismikil tækifæri til að hafa áhrif eftir því hvar við erum stödd í samfélaginu sem einstaklingar,“ segir Auður. „Við“ getur líka verið pínulitla Ísland í samfélagi þjóðanna. Heildarlosun Íslands eru 0,02 prósent af heildarlosun heimsins. „Við erum pínulítil. Jafnvel þó við hættum allri losun er vandinn enn til staðar. En við getum verið fyrirmynd að því leytinu til að við erum fullvalda ríki en það er allt í smærri sniðum þannig að það getur verið auðveldara að gera umbreytingu og sýna að það er hægt.“ 

„Ég held að krafturinn og töfrarnir liggi í samtakamættinum.“

Án samtakamáttar er baráttan við loftslagsvána töpuð að sögn Auðar. „Ég held að krafturinn og töfrarnir liggi í samtakamættinum af því að þetta er þannig viðfangsefni, það er ekki hægt að leysa það öðruvísi. En við verðum að vera heiðarleg gagnvart því að þetta er erfitt verkefni.“

Öll getum við byrjað hjá sjálfum okkur og nefnir Auður samgöngur og mataræði sem dæmi um aðgerðir sem fólk geti gripið til að minnka persónulegt kolefnisspor. Þá mælir hún með að byrja á að breyta einhverju sem hefur fleiri en einni ávinning. „Ekki fá samviskubit yfir öllu sem þú ert ekki að gera. Er eitthvað eitt sem ég get gert sem er bæði gott fyrir kolefnissporið og jafnvel líka heilsuna eða budduna?“

Samviskubit er ekki góður drifkraftur í baráttunni gegn loftslagsvánni. „Gerum þetta af væntumþykju, bæði í garð okkar sjálfra og umhverfisins. Ekki með rosalegt samviskubit í farangrinum. Klöppum okkur á bakið fyrir það sem við gerum frekar en að skamma okkur fyrir það sem við treystum okkur ekki til að gera alveg strax.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár