Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt

Samn­ing­ar um for­gangs­orku sem náðst hafa milli Orku­bús Vest­fjarða og Lands­virkj­un­ar þýða að engri olíu eða sára­lít­illi þarf leng­ur að brenna til að kynda hita­veit­ur á Vest­fjörð­um. Fyr­ir ári síð­an voru slík­ir samn­ing­ar sagð­ir ómögu­leg­ir. For­gangs­orka væri of dýr og auk þess ekki fá­an­leg. En stór­bruni olíu í ár og fund­ur á heitu vatni hef­ur breytt mynd­inni.

Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt
Loksins árangur Fögnuður braust út í sumar er heitt vatn í vinnanlegu magni fannst í Tungudal. Fundurinn gæti gjörbreytt aðstæðum til húshitunar á svæðinu. Mynd: Orkubú Vestfjarða

Það sem af er ári hefur þurft að brenna 3,6 milljónum lítra af olíu til kyndingar á fjarvarmaveitum Orkubús Vestfjarða. Það er ekki aðeins dýrt (kostaði 550 milljónir króna) heldur mengandi. Og verður á næstu árum óþarfi eftir að Orkubúið samdi nýverið við Landsvirkjun um kaup á forgangsorku til reksturs veitnanna í stað skerðanlegrar orku áður. 

Fyrir ári síðan sögðu forsvarsmenn þessara tveggja ríkisfyrirtækja slíka samninga ómögulega. Orkubússtjórinn sagði forgangsorkuna svo dýra að rekstri fjarvarmaveitnanna yrði sjálfhætt ef hana þyrfti að kaupa. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar sagði að sjálfsagt hefði Orkubúið getað samið um forgangsorku áður fyrr en orkuskortur var sagður gera það að verkum að forgangsorkan var uppseld. 

„Samningurinn skapar þannig þrýsting á að fundin verði varanleg lausn“
Elías Jónatansson,
Orkubússtjóri

Allt virðist nú breytt því í vikunni barst tilkynning þess efnis að „tímamótasamningur“ hefði verið undirritaður milli ríkisfyrirtækjanna tveggja um raforku til næstu fjögurra ára. „Með þessum nýja samningi verður …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár