Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt

Samn­ing­ar um for­gangs­orku sem náðst hafa milli Orku­bús Vest­fjarða og Lands­virkj­un­ar þýða að engri olíu eða sára­lít­illi þarf leng­ur að brenna til að kynda hita­veit­ur á Vest­fjörð­um. Fyr­ir ári síð­an voru slík­ir samn­ing­ar sagð­ir ómögu­leg­ir. For­gangs­orka væri of dýr og auk þess ekki fá­an­leg. En stór­bruni olíu í ár og fund­ur á heitu vatni hef­ur breytt mynd­inni.

Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt
Loksins árangur Fögnuður braust út í sumar er heitt vatn í vinnanlegu magni fannst í Tungudal. Fundurinn gæti gjörbreytt aðstæðum til húshitunar á svæðinu. Mynd: Orkubú Vestfjarða

Það sem af er ári hefur þurft að brenna 3,6 milljónum lítra af olíu til kyndingar á fjarvarmaveitum Orkubús Vestfjarða. Það er ekki aðeins dýrt (kostaði 550 milljónir króna) heldur mengandi. Og verður á næstu árum óþarfi eftir að Orkubúið samdi nýverið við Landsvirkjun um kaup á forgangsorku til reksturs veitnanna í stað skerðanlegrar orku áður. 

Fyrir ári síðan sögðu forsvarsmenn þessara tveggja ríkisfyrirtækja slíka samninga ómögulega. Orkubússtjórinn sagði forgangsorkuna svo dýra að rekstri fjarvarmaveitnanna yrði sjálfhætt ef hana þyrfti að kaupa. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar sagði að sjálfsagt hefði Orkubúið getað samið um forgangsorku áður fyrr en orkuskortur var sagður gera það að verkum að forgangsorkan var uppseld. 

„Samningurinn skapar þannig þrýsting á að fundin verði varanleg lausn“
Elías Jónatansson,
Orkubússtjóri

Allt virðist nú breytt því í vikunni barst tilkynning þess efnis að „tímamótasamningur“ hefði verið undirritaður milli ríkisfyrirtækjanna tveggja um raforku til næstu fjögurra ára. „Með þessum nýja samningi verður …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Hugmyndir að mögulegum aðgerðum fyrirferðarmiklar
FréttirLoftslagsvá

Hug­mynd­ir að mögu­leg­um að­gerð­um fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar

Alls eru 150 að­gerð­ir í upp­færðri að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um. Lít­ill hluti þeirra eru bein­ar lofts­lags­að­gerð­ir sem bú­ið er að meta með til­liti til sam­drátt­ar fyr­ir ár­ið 2030, en alls eru 66 á hug­mynda­stigi. Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir svo­kall­að sjálf­stætt markmið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um sam­drátt í los­un mark­laust bull og að at­vinnu­líf­ið hafi gef­ið lofts­lags­ráð­herr­an­um Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni langt nef með við­brögð­um sín­um við áætl­un­inni í sum­ar.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár