Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Lögreglan hefur aldrei gripið oftar í vopnin

Al­menn lög­regla hef­ur aldrei vopn­ast jafn oft og í fyrra, eða í 180 skipti. Bæt­ast þau við vopn­uð út­köll sér­sveit­ar­inn­ar sem jafn­framt hafa aldrei ver­ið fleiri en í fyrra eða 644 tals­ins. Í ríf­lega 200 af þeim skipt­um voru út­köll­in ekki vegna vopn­aðra ein­stak­linga.

Lögreglan hefur aldrei gripið oftar í vopnin
Lögreglan Alvarlegar hótanir geta orðið til þess að sérsveitin sé kölluð út, jafnvel þó ekki sé talið að vopn sé í spilinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan fer sífellt oftar vopnuð í útköll. Aukningin er áberandi mikil á milli ára þegar kemur að almennri lögreglu, en fjöldi vopnaðra útkalla á þeim bænum stökk úr 86 árið 2022 í 180 árið 2023. Fjöldi slíkra útkalla var einungis 57 árið 2021.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Björn Leví spurði bæði um almenna lögreglu og sérsveitina en síðan árið 2021 hafa sérsveitarmenn ávallt verið vopnaðir við störf. Slíkum útköllum hefur fjölgað verulega á síðustu árum, farið úr 438 árið 2021 og upp í 644 í fyrra.

Sérsveitarmennirnir fóru ekki einungis í útköll vegna tilkynninga um vopnaða einstaklinga. 461 af tilkynningunum 644 í fyrra voru af þeim orsökum en í ríflega 200 tilvikanna var ekki tilkynnt um vopnaburð.

„Þegar um er að ræða að sérsveit vopnast vegna útkalls þar sem ekki er grunur um vopn á vettvangi, getur t.d. verið um að ræða sérstaklega hættulega brotamenn eða alvarlegar hótanir,“ segir í svari Guðrúnar.

Þegar kemur að vopnatilkynningum til sérsveitar var í fyrra oftast um að ræða egg- eða stunguvopn, eða í 361 tilviki. Þá var tilkynnt um skotvopn 87 sinnum og 79 sinnum um önnur vopn.




Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár