Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan hefur aldrei gripið oftar í vopnin

Al­menn lög­regla hef­ur aldrei vopn­ast jafn oft og í fyrra, eða í 180 skipti. Bæt­ast þau við vopn­uð út­köll sér­sveit­ar­inn­ar sem jafn­framt hafa aldrei ver­ið fleiri en í fyrra eða 644 tals­ins. Í ríf­lega 200 af þeim skipt­um voru út­köll­in ekki vegna vopn­aðra ein­stak­linga.

Lögreglan hefur aldrei gripið oftar í vopnin
Lögreglan Alvarlegar hótanir geta orðið til þess að sérsveitin sé kölluð út, jafnvel þó ekki sé talið að vopn sé í spilinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan fer sífellt oftar vopnuð í útköll. Aukningin er áberandi mikil á milli ára þegar kemur að almennri lögreglu, en fjöldi vopnaðra útkalla á þeim bænum stökk úr 86 árið 2022 í 180 árið 2023. Fjöldi slíkra útkalla var einungis 57 árið 2021.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Björn Leví spurði bæði um almenna lögreglu og sérsveitina en síðan árið 2021 hafa sérsveitarmenn ávallt verið vopnaðir við störf. Slíkum útköllum hefur fjölgað verulega á síðustu árum, farið úr 438 árið 2021 og upp í 644 í fyrra.

Sérsveitarmennirnir fóru ekki einungis í útköll vegna tilkynninga um vopnaða einstaklinga. 461 af tilkynningunum 644 í fyrra voru af þeim orsökum en í ríflega 200 tilvikanna var ekki tilkynnt um vopnaburð.

„Þegar um er að ræða að sérsveit vopnast vegna útkalls þar sem ekki er grunur um vopn á vettvangi, getur t.d. verið um að ræða sérstaklega hættulega brotamenn eða alvarlegar hótanir,“ segir í svari Guðrúnar.

Þegar kemur að vopnatilkynningum til sérsveitar var í fyrra oftast um að ræða egg- eða stunguvopn, eða í 361 tilviki. Þá var tilkynnt um skotvopn 87 sinnum og 79 sinnum um önnur vopn.




Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár