Myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sýndi eitt sinn verk sem kallast Sætaskipan og var rannsókn á fólki í rými. Verk þessi eru í senn tær en sterk. En hann dvelur löngum stundum í kofa sem spannar fimmtán fermetra í nágrannasveit Reykjavíkur; úti í náttúrunni, ásamt eiginkonu sinni, danshöfundinum og ritstjóranum Sóleyju Frostadóttur, og börnum þeirra. Aðspurður segir hann að hvorki myndlist sín né verkin fjalli um það. Aftur á móti hjálpi veran þar til við að skynja umhverfið.
Kofinn er eins og gamaldags sumarbústaður, án hita, rafmagns og vatns – og annars sem flokka mætti undir svokölluð nútímaþægindi. Þegar undirrituð hringir í hann er ætlunin í og með að rannsaka hann í sínu rými. Fyrsta spurningin er á þá leið hvort tengja megi kofann og þau við „slow living“, þar sem lífsstíllinn skapar tíma og rými fyrir það sem mikilvægt er í lífinu. Sé reynt að þýða það mætti kannski segja: …
Athugasemdir (1)