Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrír með réttarstöðu grunaðs í tengslum við árás á menningarnótt

Lög­regla tel­ur sig hafa nokk­uð skýra mynd af at­burð­ar­rás­inni á menn­ing­arnótt þeg­ar sex­tán ára pilt­ur var hand­tek­inn í tengsl­um við hnífa­árás. Hinir tveir sem eru með rétt­ar­stöðu grun­aðra eru ekki tald­ir hafa tengst árás­inni með bein­um hætti.

Þrír með réttarstöðu grunaðs í tengslum við árás á menningarnótt
Lögregla á menningarnótt Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd: Golli

Lögregla telur sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni á menningarnótt þegar sextán ára piltur var handtekinn í tengslum við hnífaárás. Unglingsstúlka lést af sárum sínum. Tvö ungmenni til viðbótar voru færð á spítala með áverka. 

Alls hafa þrír réttarstöðu grunaðs í tengslum við málið, þótt aðeins einn sé grunaður um að hafa valdið öðrum skaða. Sá er sextán ára drengur sem situr í fangelsinu á Hólmsheiði. Hinir tveir sem eru með réttarstöðu grunaðra eru ekki talin hafa tengst árásinni með beinum hætti. Grímur Grímsson staðfesti þetta í samtali við Heimildina. 

„Í svona málum eru á rannsóknarstigi oft fleiri en einn með réttarstöðu grunaðs í málinu, þótt það sé ekki talið tengjast beint atburðinum sem er til rannsóknar,“ segir Grímur. 

Rannsókn lögreglu miðar vel áfram en Grímur segir að lögreglan gefi sér alls tíu vikur, eða nokkrar vikur til viðbótar, til að ljúka málinu.

Vilja vernda börn gegn ofbeldi …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu