„Oft er mikill svipur með fangelsun og grunnskólum“

Car­mela Torr­ini varð fyr­ir miklu einelti í grunn­skóla, sem hún lík­ir við fang­elsis­vist. Ár­um sam­an þurfti hún að þola augnag­ot, út­skúf­un og því að lyg­um væri dreift um sig. Í dag glím­ir hún enn við áfall­a­streitu vegna upp­lif­un­ar sinn­ar.

„Oft er mikill svipur með fangelsun og grunnskólum“
Listakona Carmela hefur alltaf verið með mjög góða tengingu við dýr. Henni finnst sérstaklega gaman að teikna þau. Mynd: Aðsend

Árið 2011 skrifaði Carmela Torrini, sem þá var 12 ára gömul, í dagbók sína að hún vildi að hún myndi deyja svo hún þyrfti ekki að fara í skólann.

Í dag er hún 25 ára en hana dreymir enn martraðir um grunnskólagöngu sína. „Ég var hrædd flesta daga, ekki við skrímsli eða drauga heldur jafnaldra mína,“ skrifar Carmela í nýlegri Facebook-færslu þar sem hún opnar sig um grunnskólaárin. Henni finnst mikilvægt að deila reynslu sinni sem lið í hvatningu til þess að skólakerfið taki einelti af meiri alvöru, en hún upplifir sömuleiðis að búið sé að gengisfella orðið einelti. 

Carmela segir í samtali við Heimildina að síðastliðið ár hafi hún verið í áfallameðferð vegna upplifunar sinnar úr grunnskóla. „En ég þurfti síðan að taka mér pásu, af því að þetta var svo ótrúlega mikið. Það er svo erfitt að ætla að takast á við eitthvað sem gerðist í svona langan …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Brynhildur Magnúsdóttir skrifaði
    Það eru því miður allt of margir krakkar sem koma laskaðir upp úr grunnskóla vegna ýmissa hluta, og þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða einhvern sem er úr "venjulega" hópnum eða úr hóp sem einhverra hluta vegna sker sig út úr norminu :/
    1
  • Erna Alfreðsdóttir skrifaði
    Hræðilegt að einelti grasseri ennþá í skólum landsins,einelti er svo mikill viðbjóður að það verður að stoppa það með öllum ráðum en það virðist vera mjög lítill vilji ef nokkur að gera eitthvað af viti til þess að stoppa það
    2
  • bjørg valgeirsdottir skrifaði
    Úff það er bara hrillingur að lesa þetta :( En það versta er að það væri bara hægt að skipta um nafn og þá væri þetta mín saga. Þrátt fyrir yfri 30 ára mismun í tíma sem sagt ekkert hefur þokast áfram á þeim árum, bara ömurlegt :(
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár