Auglýsingakostnaður Katrínar meiri en allt framboð Höllu T

Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, eyddi 26,5 millj­ón­um í aug­lýs­ing­ar og kynn­ing­ar­kostn­að í fram­boði sínu til for­seta í vor. Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Ís­lands, eyddi alls 26 millj­ón­um í fram­boð sitt.

Auglýsingakostnaður Katrínar meiri en allt framboð Höllu T

Framboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, til forseta var meira en helmingi dýrara en Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

Athygli vekur að Katrín eyddi hærri fjárhæð í auglýsinga- og kynningarkostnað einn og sér en Halla í allt framboð sitt. Katrín keypti auglýsingar fyrir 26,5 milljónir. Framboð Höllu eyddi í heild sinni rétt um 26 milljónum og þar af fóru 18,9 milljónir í auglýsingar.

Þetta má sjá á ársreikningum forsetaframboðanna sem birt hafa verið á vef Ríkisendurskoðunar. 

Halla sótti hærri fjárhæð en Katrín til lögaðila. Hún tók við 12,1 milljón króna í framlög frá lögaðilum í kosningabaráttu sinni. Katrín Jakobsdóttir fékk 8,6 milljónir frá lögaðilum.

Gríðarlegar tekjur framboðs Katrínar, sem kostaði 57,3 milljónir,  skýrast af miklum framlögum einstaklinga. Samkvæmt reikningsskilum framboðsins fengust tæpar 41,6 milljónir í framlög frá einstaklingum. 

Frambjóðendurnir tveir létu svipaða upphæð renna til eigins framboðs. Halla lagði til 3,54 milljónir og Katrín 3 milljónir.

Katrín skrifaði á Facebook-síðu sína að einstaklingarnir sem styrktu framboðið hafi verið um 1100. Algengasta framlagið hafi verið 10.000 krónur.

Samkvæmt rekstrarreikningi framboðs Höllu var hverri einustu krónu eytt í framboðið. Katrín stóð hins vegar uppi með tæpar 280 þúsund krónur. Hún skrifar á Facebook að sú fjárhæð verði látin renna til góðgerðarmála á næstunni.

Í aðdraganda forsetakosninganna spurði Heimildin frambjóðendurna hvað þeir áætluðu að framboð þeirra myndu kosta. Katrín giskaði á að hún myndi eyða um 40 milljónum í kosningabaráttuna. 

Halla Tómasdóttir, Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir giskuðu öll á að kosningabaráttur þeirra kostuðu um 20 milljónir króna.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    ,,Harkan sex og handjárnin" Með frekjuna að vopni, átti að neyða þennan svikula ráðherra upp á þjóðina. Og það í embætti forseta Íslands. Hún er ekki einu sinni búin að biðja þjóðina afsökunar á öllum svikunum.
    Hún hlýtur að vita eins og við öll hin, að bæði velferð oh innviðir hafa borið svakalega stóran skaða í hennar valdatíð.
    Svo kann hún og stuðningsmenn hennar ekki einu sinni að skammast sín.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár