Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Auglýsingakostnaður Katrínar meiri en allt framboð Höllu T

Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, eyddi 26,5 millj­ón­um í aug­lýs­ing­ar og kynn­ing­ar­kostn­að í fram­boði sínu til for­seta í vor. Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Ís­lands, eyddi alls 26 millj­ón­um í fram­boð sitt.

Auglýsingakostnaður Katrínar meiri en allt framboð Höllu T

Framboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, til forseta var meira en helmingi dýrara en Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

Athygli vekur að Katrín eyddi hærri fjárhæð í auglýsinga- og kynningarkostnað einn og sér en Halla í allt framboð sitt. Katrín keypti auglýsingar fyrir 26,5 milljónir. Framboð Höllu eyddi í heild sinni rétt um 26 milljónum og þar af fóru 18,9 milljónir í auglýsingar.

Þetta má sjá á ársreikningum forsetaframboðanna sem birt hafa verið á vef Ríkisendurskoðunar. 

Halla sótti hærri fjárhæð en Katrín til lögaðila. Hún tók við 12,1 milljón króna í framlög frá lögaðilum í kosningabaráttu sinni. Katrín Jakobsdóttir fékk 8,6 milljónir frá lögaðilum.

Gríðarlegar tekjur framboðs Katrínar, sem kostaði 57,3 milljónir,  skýrast af miklum framlögum einstaklinga. Samkvæmt reikningsskilum framboðsins fengust tæpar 41,6 milljónir í framlög frá einstaklingum. 

Frambjóðendurnir tveir létu svipaða upphæð renna til eigins framboðs. Halla lagði til 3,54 milljónir og Katrín 3 milljónir.

Katrín skrifaði á Facebook-síðu sína að einstaklingarnir sem styrktu framboðið hafi verið um 1100. Algengasta framlagið hafi verið 10.000 krónur.

Samkvæmt rekstrarreikningi framboðs Höllu var hverri einustu krónu eytt í framboðið. Katrín stóð hins vegar uppi með tæpar 280 þúsund krónur. Hún skrifar á Facebook að sú fjárhæð verði látin renna til góðgerðarmála á næstunni.

Í aðdraganda forsetakosninganna spurði Heimildin frambjóðendurna hvað þeir áætluðu að framboð þeirra myndu kosta. Katrín giskaði á að hún myndi eyða um 40 milljónum í kosningabaráttuna. 

Halla Tómasdóttir, Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir giskuðu öll á að kosningabaráttur þeirra kostuðu um 20 milljónir króna.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    ,,Harkan sex og handjárnin" Með frekjuna að vopni, átti að neyða þennan svikula ráðherra upp á þjóðina. Og það í embætti forseta Íslands. Hún er ekki einu sinni búin að biðja þjóðina afsökunar á öllum svikunum.
    Hún hlýtur að vita eins og við öll hin, að bæði velferð oh innviðir hafa borið svakalega stóran skaða í hennar valdatíð.
    Svo kann hún og stuðningsmenn hennar ekki einu sinni að skammast sín.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár