Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Þriðja lengsta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Eld­gos­inu norð­an við Stóra-Skóg­fell sem hófst fyr­ir um tveim­ur vik­um er lok­ið. Landris er haf­ið að nýju í Svartsengi.

Þriðja lengsta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Eldgos sem hófst norðan við Stóra-Skógfell 22. ágúst er lokið. Gosið stóð yfir í um 14 daga. Veðurstofan greinir frá goslokum í tilkynningu

Gosið var það þriðja lengsta af eldgosunum sex sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni frá því í desember 2023. Gosið sem hófst um miðjan mars stóð í um 54 daga og eldgosið sem hófst í maí stóð yfir í um 24 daga. 

Túristagos?Töluverð umferð var að eldgosinu þegar það hófst 22. ágúst . Þótt ekki væri hægt að komast alla leið að gígnum leitaði fólk leiða til að komast inn í myrkrið og dást að stórum og fallegum strókum.

Líkanreikningar sýna að aldrei hefur jafn mikið magn kviku komið upp á yfirborðið frá því að jarðhræringarnar hófust haustið 2023. Ekki hefur tekist að mæla umfang hraunbreiðunnar vegna veðurs og því liggja endanlegar tölur um rúmmál kviku ekki fyrir.

Virkni á svæðinu virðist hins vegar hvergi nærri lokið. Landris mælist nú í Svartsengi og er kvika því farin að streyma inn í kvikuhólfið að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er of snemmt að fullyrða um hraða kvikusöfnunarinnar, en fyrstu líkanreikningar bensta til þess að hann sé svipaður og áður.

Nýtt hættumat verður uppfært síðar í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár