Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Hátt í 300 sagt upp í hópuppsögnum

Þrjár til­kynn­ing­ar um hópupp­sagn­ir bár­ust Vinnu­mála­stofn­un í ág­úst þar sem 270 manns var sagt upp störf­um.

Hátt í 300 sagt upp í hópuppsögnum
Atvinnuleysi Uppfærðar tölur um atvinnuleysi fyrir ágústmánuð hafa ekki verið birtar en í júlí mældist atvinnuleysi 2,6 prósent.

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í ágúst. 270 manns var alls sagt upp í hópuppsögnunum. 

Fólkið starfaði hjá þrenns konar fyrirtækjum: ferðaþjónustufyrirtæki, framleiðslufyrirtæki sem framleiðir tölvu- og rafeindatæki og fyrirtæki sem framleiðir vélar fyrir matvælavinnslu og byggingu húsnæðis. 

Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu september til nóvember 2024.

Atvinnuleysi hefur verið frekar lítið síðasta árið. Það fór mest upp í 4,5 prósent í marsmánuði en var í júlí komið niður í 2,6 prósent, samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár