Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í ágúst. 270 manns var alls sagt upp í hópuppsögnunum.
Fólkið starfaði hjá þrenns konar fyrirtækjum: ferðaþjónustufyrirtæki, framleiðslufyrirtæki sem framleiðir tölvu- og rafeindatæki og fyrirtæki sem framleiðir vélar fyrir matvælavinnslu og byggingu húsnæðis.
Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu september til nóvember 2024.
Atvinnuleysi hefur verið frekar lítið síðasta árið. Það fór mest upp í 4,5 prósent í marsmánuði en var í júlí komið niður í 2,6 prósent, samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands.
Athugasemdir (1)