Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.

Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
Ummæli Víða á samfélagsmiðlum má finna hótanir í garð meints geranda. Guðmundur Ingi hefur tekið þátt í að ræða við reið ungmenni til að reyna að lægja öldurnar.

„Við höfum verið í sambandi við ættingja hans og boðið þeim þjónustu og stuðning. Fólk í þessari stöðu er oft óöruggt og veit ekki hvar það getur fengið þjónustu en við viljum að þau viti að Afstaða er til staðar og getur leiðbeint þeim áfram þannig að þau fái alla þá aðstoð sem þarf," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, um mál 16 ára pilts sem var handtekinn eftir menningarnótt grunaður um að hafa ráðist á þrjú ungmenni með hnífi, tvær stúlkur og pilt.

Önnur stúlkanna lést af sárum sínum á Landspítalanum á föstudag, Bryndís Klara Birgisdóttir sem var 17 ára gömul.

Starfsfólk Stuðla á Hólmsheiði

Pilturinn var eftir handtöku úrskurðaður í gæsluvarðhald og upphaflega settur í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði. Afstaða mótmælti því, bæði formlega og með greinaskrifum. „Í kjölfarið var hann fluttur á Stuðla en þar myndaðist ákveðinn …

Kjósa
61
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár