„Við höfum verið í sambandi við ættingja hans og boðið þeim þjónustu og stuðning. Fólk í þessari stöðu er oft óöruggt og veit ekki hvar það getur fengið þjónustu en við viljum að þau viti að Afstaða er til staðar og getur leiðbeint þeim áfram þannig að þau fái alla þá aðstoð sem þarf," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, um mál 16 ára pilts sem var handtekinn eftir menningarnótt grunaður um að hafa ráðist á þrjú ungmenni með hnífi, tvær stúlkur og pilt.
Önnur stúlkanna lést af sárum sínum á Landspítalanum á föstudag, Bryndís Klara Birgisdóttir sem var 17 ára gömul.
Starfsfólk Stuðla á Hólmsheiði
Pilturinn var eftir handtöku úrskurðaður í gæsluvarðhald og upphaflega settur í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði. Afstaða mótmælti því, bæði formlega og með greinaskrifum. „Í kjölfarið var hann fluttur á Stuðla en þar myndaðist ákveðinn …
Athugasemdir