Áfyrstu átta mánuðum ársins hafa fimm morðmál komið á borð lögreglunnar þar sem samtals sex manns hafa látið lífið. Það eru fleiri morð en áttu sér stað allt árið 2023 þegar fimm grunuð morð áttu sér stað.
Þegar Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, er spurður út í það hvort sex morð á minna en ári sé ef til vill óvenjulegur fjöldi segist hann vilja fara varlega í að túlka tölur um of.
„Þetta getur verið toppur, sem er jú óvenjulegur, en ég vil fara varlega í að túlka það sem trend.“ Hann segir að auðvitað sé talsvert eftir af árinu. „Við verðum að vona að það gangi vel það sem eftir er ársins. En ég myndi segja að við myndum fara varlega í að túlka tölur þó þær séu óvenjulegar.“
Árin 1999-2019 voru að meðaltali tæp 1,9 manndráp á ári. Árin 2020-2024 var það meðaltal hins vegar komið upp …
Athugasemdir