Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Sex morð það sem af er ári – þar af tvö börn látin

Sex morð­mál hafa kom­ið upp það sem af er ári. Aldrei áð­ur hafa fleiri en fimm morð ver­ið fram­in á einu ári. „Ég vil fara var­lega í að túlka það sem trend,“ seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­mað­ur mið­lægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Sex morð það sem af er ári – þar af tvö börn látin
Rannsókn Lögregluþjónar í sumarbústaðalandi í Kiðjabergi þar sem maður fannst látinn í apríl. Mynd: Skjáskot/RÚV

Áfyrstu átta mánuðum ársins hafa fimm morðmál komið á borð lögreglunnar þar sem samtals sex manns hafa látið lífið. Það eru fleiri morð en áttu sér stað allt árið 2023 þegar fimm grunuð morð áttu sér stað. 

Þegar Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, er spurður út í það hvort sex morð á minna en ári sé ef til vill óvenjulegur fjöldi segist hann vilja fara varlega í að túlka tölur um of.

„Þetta getur verið toppur, sem er jú óvenjulegur, en ég vil fara varlega í að túlka það sem trend.“ Hann segir að auðvitað sé talsvert eftir af árinu. „Við verðum að vona að það gangi vel það sem eftir er ársins. En ég myndi segja að við myndum fara varlega í að túlka tölur þó þær séu óvenjulegar.“

Árin 1999-2019 voru að meðaltali tæp 1,9 manndráp á ári. Árin 2020-2024 var það meðaltal hins vegar komið upp …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár