„Vandamálið er stóru ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Þetta slys er ekki þjóðgarðinum að kenna og ekki ráðuneytunum. Þetta er fyrst og fremst fyrirtækjunum að kenna sem eru að selja íshellaferðir að sumri til.“
Þetta segir leiðsögumaðurinn Borgar Antonsson, sem hefur séð um íshellaferðir á Breiðamerkurjökli síðastliðin átta ár, í samtali við Heimildina. Hann segir að þann tíma sem hann hafi unnið við það hafi enginn boðið upp á íshellaferðir að sumarlagi. „Heimafyrirtækin hér á Hornafirði myndu aldrei koma nálægt þessu því við vitum að við getum ekki tryggt öryggi gestanna. Við vitum að þetta er hættulegt.“
Borgar segir að fyrirtækið Ice Pic Journeys, sem stóð fyrir ferð á Breiðamerkurjökul síðastliðinn sunnudag, sem endaði þannig að einn lést og önnur slasaðist alvarlega, hafi byrjað að bjóða upp á sumarferðir í íshellana í ár. „Þá skapaðist múgæsingur hjá stóru ferðaþjónustufyrirtækjunum fyrir sunnan. Það er stanslaus pressa frá þessum fyrirtækjum að græða meiri peninga,“ segir …
Athugasemdir (1)