Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Hatursglæpur hafður til viðmiðunar

Stúlka sem var stung­in með hnífi í mið­bæ Reykja­vík­ur á menn­ing­arnótt er enn í lífs­hættu. Gæslu­varð­hald yf­ir árás­ar­mann­in­um renn­ur út í dag. Hat­urs­glæp­ur er hafð­ur til við­mið­un­ar við rann­sókn máls­ins. Hnífstung­um hef­ur fjölg­að og bráða­lækn­ir biðl­ar til fólks að passa upp á hvað ann­að.

Hatursglæpur hafður til viðmiðunar
Ofbeldisbrot ungmenna áhyggjuefni Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri segir það ógnvekjandi hversu algengar hnífaárásir meðal ungmenna eru orðnar. Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir starfsfólk bráðamóttökunnar finna fyrir aukningunni. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, fer fyrir rannsókn á hnífstunguárás sem gerð var á Menningarnótt þar sem þrjú ungmenni voru stungin af 16 ára pilti.

Gæsluvarðhald yfir 16 ára pilti sem var handtekinn á menningarnótt, grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hníf, rennur út í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, sagði síðdegis í gær að ekki liggi fyrir hvort farið verði fram á framlengt gæsluvarðhald. Árásarmaðurinn var fyrst um sinn vistaður á Hólmsheiði þar sem lögregla fór fram á einangrun en var síðar færður í viðeigandi úrræði sökum aldurs. 

Grímur segir rannsókn málsins miða vel, hún er umfangsmikil og hefur verið í algjörum forgangi hjá lögreglu frá því að hún kom upp. „Við erum búin að fá nokkuð skýra mynd, við erum samt enn þá að reyna að átta okkur á aðdraganda atvika.“ Hann getur ekki staðfest að ungmennin þrjú hafi verið í bíl þegar árásarmaðurinn veittist að þeim. „Það sem ég get staðfest er að einhver þeirra voru í bíl en hvort hnífstungurnar áttu sér stað þegar fólk sat í bíl eða var fyrir utan, ég get ekkert staðfest um það.“

Hatursglæpur ef árásin byggir á ásetningi fordóma

Hin slösuðu, tvær stúlkur og einn piltur, eru á svipuðum aldri og árásarmaðurinn. Hann er íslenskur og báðar stúlkurnar sömuleiðis. Önnur stúlknanna er enn í lífshættu. Hin hlaut minni áverka og var fljótlega útskrifuð af spítala. Pilturinn sem varð fyrir árásinni er frá Palestínu og hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Foreldrar hans og systkini komu til Íslands fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar og hefur faðir piltsins lýst því í fjölmiðlum að hann hafi haldið að hann væri að bjarga lífi barna sinna með því að flytja til Íslands frá Gaza. Nú óttast hann um líf sonar síns. 

„Glæpur er hatursglæpur ef árásin hefur verið byggð á ásetningi fordóma,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Hún segir það mikilvægt í fjölmenningarsamfélagi eins og á Íslandi að lögreglan hafi það ávallt í huga að glæpur geti verið hatursglæpur. „Það er ekki það að manneskjan sé stútfull af hatri, það er nóg að það sé eitthvað neikvætt viðhorf eða fordómar,“ segir Eyrún. 

Grímur segir í samtali við Heimildina að hatursglæpur sé hafður til viðmiðunar við rannsókn málsins. „Það gæti alltaf komið upp í svona rannsókn að það væru einhver atriði sem gætu bent til einhvers annars en maður reiknaði með í upphafi.“

Hnífstungum fer fjölgandi 

Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot ungmenna og stórfelldar líkamsárásir ungmenna hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í skýrslu Ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna sem kom út í júní. „Það er ógnvekjandi hvað þetta er orðið algengt. Það er greinilega eitthvað í gangi sem þarf að skoða ofan í kjölinn,“ segir Eyrún. 

„Við búum öll hér saman á þessu litla landi og við eigum að geta gert það friðsamlega“
Hjalti Már Björnsson,
læknir á bráðamóttöku Landspítala.

Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans, tekur í sama streng. Spítalinn hefur ekki tekið saman nákvæmar tölur um tíðni og alvarleika líkamsárása hjá ungmennum. „En það er tilfinning hjá okkur að hnífstungum og atburðum þar sem hnífar koma við sögu, þeim hefur fjölgað.“    

Hann segir þróunina varhugaverða. „Ég held að við þurfum öll að stíga varlega til jarðar í samfélaginu, passa upp á hvað annað og að það gliðni ekki um of á milli hópa í þjóðfélaginu. Við búum öll hér saman á þessu litla landi og við eigum að geta gert það friðsamlega eins og okkur hefur farnast hingað til í gegnum árin.“

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár