Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Átján ára afmælið litað af andláti barnungrar frænku

Æg­ir Þór Jähnke tel­ur í fyrstu að hann hafi frá litlu að segja þeg­ar blaða­mað­ur spyr um at­vik sem breytti lífi hans. Svo spretta tvær sterk­ar minn­ing­ar fram: 18 ára af­mæli stuttu eft­ir að 12 ára frænka hans lést vegna heila­blóð­falls og hins veg­ar þeg­ar hann var átta ára og sá afa sinn kveðja þenn­an heim.

Átján ára afmælið litað af andláti barnungrar frænku
Lífið „Ég er almennt frekar hamingjusamur í lífinu,“ segir Ægir Þór sem gefur út skáldsögu í vor.

„Litla frænka mín dó úr heilablóðfalli þegar hún var 12 ára, það hafði áhrif á lífið. Það breytti aðeins manns upplifun af því hvernig það er að vera til í heiminum. Ég átti afmæli rétt eftir á. Það var ekkert voðalega skemmtilegt afmæli. Ég var 18 ára þá. Maður á að upplifa sitt 18 ára afmæli sem einhverja staðfestingu á því hvað er gott að vera lifandi en 12 ára frænka mín hafði dáið úr skyndilegu heilablóðfalli nokkrum dögum áður. Hún hrundi niður í íþróttum og var dáin sólarhring síðar. Það var ekkert undirliggjandi sem maður vissi af. Við vorum systkinabörn, hún var dóttir móðursystur minnar. Ég er einbirni sjálfur svo ég er frekar náinn frændsystkinum mínum.

„Ég sá hann deyja“

Ég man ekki hvað ég var gamall þegar afi minn dó, kannski átta ára, en ég sá hann deyja. Hann varð einmitt bráðkvaddur í sumarbústað. Sumarbústaðurinn er svolítið langt frá öllu. Það tók sjúkrabílinn alveg hálftíma að koma. Ég var sendur inn í herbergi á meðan þau voru að vinna og svo kallaði mamma á mig úti í sjúkrabíl rétt undir morgun og sagði mér að ég þyrfti að kveðja afa. Það er svona annað áfall sem hefur svolítið setið í mér. Ég man enn betur eftir því en nokkru öðru atviki frá þeim aldri.

Ég er rithöfundur og ljóðskáld og maður leitar í svona minningar við skrifin, en líka í góðar minningar. Ég er almennt frekar hamingjusamur í lífinu. 

Næsta vor kemur út skáldsaga eftir mig. Það eru senur í henni þar sem ég nýti mér svona minningar úr minni fortíð. Eins og með allan skáldskap auðvitað, að maður nýtir sér það sem maður hefur gengið í gegnum, líka fyrstu ástarsorgina og allt svoleiðis, ómerkilega hluti.

Kjarninn í bókinni er algjörlega mannlífið í öllum sínum birtingarmyndum. Mig langaði að skrifa bók sem fjallaði um ekkert. Þetta eru mismunandi persónur, allir eru að díla við eitthvað í sínu lífi sem er ekkert merkilegra en hvað annað. Það eru engin morð eða neitt þannig, þetta er allt frekar hversdagslegt, hvernig við dílum við hversdagslega hluti.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu