Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Átján ára afmælið litað af andláti barnungrar frænku

Æg­ir Þór Jähnke tel­ur í fyrstu að hann hafi frá litlu að segja þeg­ar blaða­mað­ur spyr um at­vik sem breytti lífi hans. Svo spretta tvær sterk­ar minn­ing­ar fram: 18 ára af­mæli stuttu eft­ir að 12 ára frænka hans lést vegna heila­blóð­falls og hins veg­ar þeg­ar hann var átta ára og sá afa sinn kveðja þenn­an heim.

Átján ára afmælið litað af andláti barnungrar frænku
Lífið „Ég er almennt frekar hamingjusamur í lífinu,“ segir Ægir Þór sem gefur út skáldsögu í vor.

„Litla frænka mín dó úr heilablóðfalli þegar hún var 12 ára, það hafði áhrif á lífið. Það breytti aðeins manns upplifun af því hvernig það er að vera til í heiminum. Ég átti afmæli rétt eftir á. Það var ekkert voðalega skemmtilegt afmæli. Ég var 18 ára þá. Maður á að upplifa sitt 18 ára afmæli sem einhverja staðfestingu á því hvað er gott að vera lifandi en 12 ára frænka mín hafði dáið úr skyndilegu heilablóðfalli nokkrum dögum áður. Hún hrundi niður í íþróttum og var dáin sólarhring síðar. Það var ekkert undirliggjandi sem maður vissi af. Við vorum systkinabörn, hún var dóttir móðursystur minnar. Ég er einbirni sjálfur svo ég er frekar náinn frændsystkinum mínum.

„Ég sá hann deyja“

Ég man ekki hvað ég var gamall þegar afi minn dó, kannski átta ára, en ég sá hann deyja. Hann varð einmitt bráðkvaddur í sumarbústað. Sumarbústaðurinn er svolítið langt frá öllu. Það tók sjúkrabílinn alveg hálftíma að koma. Ég var sendur inn í herbergi á meðan þau voru að vinna og svo kallaði mamma á mig úti í sjúkrabíl rétt undir morgun og sagði mér að ég þyrfti að kveðja afa. Það er svona annað áfall sem hefur svolítið setið í mér. Ég man enn betur eftir því en nokkru öðru atviki frá þeim aldri.

Ég er rithöfundur og ljóðskáld og maður leitar í svona minningar við skrifin, en líka í góðar minningar. Ég er almennt frekar hamingjusamur í lífinu. 

Næsta vor kemur út skáldsaga eftir mig. Það eru senur í henni þar sem ég nýti mér svona minningar úr minni fortíð. Eins og með allan skáldskap auðvitað, að maður nýtir sér það sem maður hefur gengið í gegnum, líka fyrstu ástarsorgina og allt svoleiðis, ómerkilega hluti.

Kjarninn í bókinni er algjörlega mannlífið í öllum sínum birtingarmyndum. Mig langaði að skrifa bók sem fjallaði um ekkert. Þetta eru mismunandi persónur, allir eru að díla við eitthvað í sínu lífi sem er ekkert merkilegra en hvað annað. Það eru engin morð eða neitt þannig, þetta er allt frekar hversdagslegt, hvernig við dílum við hversdagslega hluti.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár