Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Átján ára afmælið litað af andláti barnungrar frænku

Æg­ir Þór Jähnke tel­ur í fyrstu að hann hafi frá litlu að segja þeg­ar blaða­mað­ur spyr um at­vik sem breytti lífi hans. Svo spretta tvær sterk­ar minn­ing­ar fram: 18 ára af­mæli stuttu eft­ir að 12 ára frænka hans lést vegna heila­blóð­falls og hins veg­ar þeg­ar hann var átta ára og sá afa sinn kveðja þenn­an heim.

Átján ára afmælið litað af andláti barnungrar frænku
Lífið „Ég er almennt frekar hamingjusamur í lífinu,“ segir Ægir Þór sem gefur út skáldsögu í vor.

„Litla frænka mín dó úr heilablóðfalli þegar hún var 12 ára, það hafði áhrif á lífið. Það breytti aðeins manns upplifun af því hvernig það er að vera til í heiminum. Ég átti afmæli rétt eftir á. Það var ekkert voðalega skemmtilegt afmæli. Ég var 18 ára þá. Maður á að upplifa sitt 18 ára afmæli sem einhverja staðfestingu á því hvað er gott að vera lifandi en 12 ára frænka mín hafði dáið úr skyndilegu heilablóðfalli nokkrum dögum áður. Hún hrundi niður í íþróttum og var dáin sólarhring síðar. Það var ekkert undirliggjandi sem maður vissi af. Við vorum systkinabörn, hún var dóttir móðursystur minnar. Ég er einbirni sjálfur svo ég er frekar náinn frændsystkinum mínum.

„Ég sá hann deyja“

Ég man ekki hvað ég var gamall þegar afi minn dó, kannski átta ára, en ég sá hann deyja. Hann varð einmitt bráðkvaddur í sumarbústað. Sumarbústaðurinn er svolítið langt frá öllu. Það tók sjúkrabílinn alveg hálftíma að koma. Ég var sendur inn í herbergi á meðan þau voru að vinna og svo kallaði mamma á mig úti í sjúkrabíl rétt undir morgun og sagði mér að ég þyrfti að kveðja afa. Það er svona annað áfall sem hefur svolítið setið í mér. Ég man enn betur eftir því en nokkru öðru atviki frá þeim aldri.

Ég er rithöfundur og ljóðskáld og maður leitar í svona minningar við skrifin, en líka í góðar minningar. Ég er almennt frekar hamingjusamur í lífinu. 

Næsta vor kemur út skáldsaga eftir mig. Það eru senur í henni þar sem ég nýti mér svona minningar úr minni fortíð. Eins og með allan skáldskap auðvitað, að maður nýtir sér það sem maður hefur gengið í gegnum, líka fyrstu ástarsorgina og allt svoleiðis, ómerkilega hluti.

Kjarninn í bókinni er algjörlega mannlífið í öllum sínum birtingarmyndum. Mig langaði að skrifa bók sem fjallaði um ekkert. Þetta eru mismunandi persónur, allir eru að díla við eitthvað í sínu lífi sem er ekkert merkilegra en hvað annað. Það eru engin morð eða neitt þannig, þetta er allt frekar hversdagslegt, hvernig við dílum við hversdagslega hluti.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár