Banaslysið á Breiðamerkurjökil hefur knúið fram mikla umræðu og vakið ýmsar spurningar um öryggismál í ferðaiðnaðinum hér á landi.
Atvikið hefur ekki aðeins vakið spurningar um öryggi ferðmanna sem gera sér ferðir á jökla og íshella á mismunandi árstímum. Margir velta fyrir sér hvort mikil eftirspurn og gróðavon stofni ferðamönnum í hættu, sérstaklega á svæðum sem geta verið háskaleg.
Fyrr í vikunni var konu á sjötugsaldri bjargað úr gjánni Silfru á Þingvöllum eftir að hafa misst meðvitund í köfunarferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Ófáir ferðamenn hafa verið hætt komnir og jafnvel týnt lífinu í köfunarferðum í gjánni á undanförnum árum.
Fréttir af alvarlegum slysum hjá erlendum ferðamönnum hér á landi eru tíðar og hafa birst reglulega, sérstaklega eftir að ferðamönnum fór að fjölga á Íslandi snemma á síðasta áratug. Slíkar fréttir vekja gjarnan óhug og ýta af stað …
Athugasemdir (1)