Meðaltekjur þingmanna og ráðherra á mánuði sem sátu á Alþingi í fyrra voru 1,7 milljónir króna og meðalheildartekjur með fjármagnstekjum tæpar 21 milljón.
17.925.600 kr.Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis eru með hærri laun en hinn óbreytti þingmaður. Meðaltekjur ráðherra árið 2023 á mánuði voru rúmar 2,3 milljónir króna og meðalheildartekjur tæpar 30,5 milljónir.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, var næsttekjuhæsti fulltrúinn á Alþingi árið 2023 með meðaltekjur á mánuði upp á 2,7 milljónir, á eftir Katrínu Jakobsdóttur. Jón var með tæpar 500 þúsund í fjármagnstekjur en heildartekjur hans voru 33,3 milljónir.
Mismunandi greiðslur til þingmanna
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, var þriðji tekjuhæsti á þingmannalistanum með tæpar 2,4 milljónir króna í meðaltekjur á mánuði og heildartekjur upp á 29,8 milljónir. Fjármagnstekjur Birgis voru tæpar 1,2 milljónir en í samtali við Heimildina segir hann að þær fjármagnstekjur skýrist af því að hann hafði stundum leigt út …
Athugasemdir (2)