Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Verulegur munur á stöðu kvenna eftir launum og menntun

Lág­launa­kon­ur eiga ekki ein­ung­is mun erf­ið­ara með að ná end­um sam­an en þær sem fá hærri laun held­ur eru þær líka óham­ingju­sam­ari og meta heilsu sína verri. Ný skýrsla Vörðu dreg­ur fram veru­leg­an mun á stöðu kvenna í ís­lensku sam­fé­lagi.

Verulegur munur á stöðu kvenna eftir launum og menntun
Fátækt Átta prósent kvenna sem eru bara með grunnskólaprófa hafa þurft að neita sér frekar eða oft um mat svo börnin þeirra fái nóg að borða, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Mynd: Kristinn Magnússon

Verulegur munur er á stöðu kvenna í íslensku samfélagi eftir menntunarstöðu annars vegar og launum hins vegar. Konur sem eru einungis með grunnskólapróf eða sambærilega menntun, rétt eins og konur með laun sem eru lægri en 499 þúsund, eru mun líklegri en meira menntaðar og hærra launaðar konur til þess að neita sér um lífsgæði eins og næringarríkan mat og menntun sem þær langar að sækja sér.

Einungis um eitt prósent kvenna með laun sem eru hærri en 800 þúsund krónur höfðu á sama tíma þurft að neita sér um slík lífsgæði vegna fjárskorts. 

„Konur með lág laun meta hamingju sína minni en konur með hærri laun. Skýrt mynstur er milli launaflokka og hamingju“
Úr rannsókn Vörðu og HA

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í rannsókn Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, og Háskólans á Akureyri um ójöfnuð meðal kvenna í íslensku samfélagi. Niðurstöðurnar voru kynntar í húsnæði Alþýðusambands Íslands í morgun.

Þar var staða kvenna skoðuð út frá stétt, launum og menntun. Í rannsókninni kemur  fram að konur sem eru einungis með grunnskólapróf og konur sem eru á launum sem eru undir 500 þúsund krónum hafa það hvað verst þegar litið er til fjárhags, hamingju og líkamlegrar heilsu. 

Tuttugu prósent eiga erfitt með að ná endum saman

Rúm 20 prósent kvenna með svo lág laun eiga frekar eða mjög erfitt með að ná endum saman á meðan hlutfallið er níu prósent á meðal kvenna á meðalháum launum (500 til 700 þúsund krónum) og eitt prósent hjá konum sem fá 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun. 

Þá eru konur sem eru einungis með grunnskólapróf eða sambærilega menntun líklegastar til þess að búa við efnislegan skort á meðan konur með háskólamenntun búa síst við efnislegan skort. 6,6 prósent kvenna með grunnskólapróf eða sambærilega menntun eru í vanskilum á leigu eða lánum, 24 prósent þeirra hafa ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldu sinni og svipað hlutfall þeirra getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. Svipaða sögu er að segja af konum með lægstu launin – undir 500 þúsund krónum. 

Þegar kemur að eignum eiga einungis 12 til 15 prósent kvenna sem eru með minni menntun en háskólapróf hlutabréf eða eignir sem þær hafa tekjur af (t.d. leigueignir) en 28 prósent kvenna með háskólamenntun. 

92 prósent kvenna með há laun í eigin húsnæði

Konur á lágum launum eru aftur á móti ólíklegri til þess að búa í eigin húsnæði en konur á háum launum. 56 prósent láglaunakvenna búa í eigin húsnæði og um 40 prósent þeirra eru á leigumarkaði á meðan 92 prósent hálaunakvenna búa í eigin húsnæði og einungis um 7 prósent á leigumarkaði. 

Í einni af spurningunum í rannsókn Vörðu var vikið að framtíðinni. Þá svöruðu konur með lág laun því frekar til að lífskjör þeirra muni líklega versna nokkuð eða mikið á næsta árinu, eða um 16 prósent, á meðan 8 prósent hálaunakvenna sögðu hið sama. Stærstur hluti beggja hópa telur að lífskjörin muni standa í stað en láglaunakonurnar eru ekki bara ívið svartsýnni en hálaunakonurnar heldur einnig bjartsýnni þar sem 35 prósent þeirra telja að lífskjör þeirra muni batna nokkuð eða mikið á meðan 25 prósent hálaunakvenna svara spurningunni þannig.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár