Þeir sem hafa gert sér ferð í fuglaskoðunarhúsið við Bakkatjörn á Seltjarnnesi hafa mögulega orðið varir við álftarunga sem syndir um tjörnina einn síns líðs. Álftaparið sem ól af sér ungan hefur ekki sést síðan seint í júlí.
Málið þykir hið einkennilegasta en álftir eru þekktar fyrir að vernda afkvæmi sín og óðöl með kjafti og klóm, eða öllu heldur stórum og höggþungum vængjum sem þær beitir óspart á þá sem koma nærri afkvæmum þeirra.
Þó nokkrir hafa tekið eftir þessu og vakið athygli á dulafullu hvarfi álftanna á samfélagsmiðlum. Þar er vöngum velt yfir afdrifum álftaparsins og lífslíkum ungans sem hefur verið skilinn eftir. Heimildin náði tali af Jóhann Óla Hilmarssyni, ljósmyndara og fuglafræðingi sem hefur fylgst með fuglalífinu við Bakkatjörn um langt skeið.
Hann segir að umrætt álftapar hafi orpið í Bakktjörn í fyrra en fram að því höfðu álftir ekki verpt við tjörnina síðan árið 2017. Ungarnir …
Athugasemdir