Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Furðulegt háttalag álftapars við Bakkatjörn

Það kom fugla­fræð­ing­um og áhuga­fólki um fugla­líf­ið við Bakka­tjörn á óvart þeg­ar álftarpar­ið sem þar hélt sig hvarf skyndi­lega í júní og skildi ung­ann ein­an eft­ir í tjörn­inni. Sér­fræð­ing­ar segja að um af­ar óvenju­lega hegð­un sé að ræða.

Furðulegt háttalag álftapars við Bakkatjörn
Þegar allt lék í lyndi Fyrr í sumar tók Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og ljósmyndari, mynd af álftaparinu og eftirlifandi unganum. Síðar um sumarið hurfu foreldrarnir og skildu ungann eftir einan. Mynd: /Jóhann Óli Hilmarsson

Þeir sem hafa gert sér ferð í fuglaskoðunarhúsið við Bakkatjörn á Seltjarnnesi hafa mögulega orðið varir við álftarunga sem syndir um tjörnina einn síns líðs. Álftaparið sem ól af sér ungan hefur ekki sést síðan seint í júlí.

Málið þykir hið einkennilegasta en álftir eru þekktar fyrir að vernda afkvæmi sín og óðöl með kjafti og klóm, eða öllu heldur stórum og höggþungum vængjum sem þær beitir óspart á þá sem koma nærri afkvæmum þeirra. 

Þó nokkrir hafa tekið eftir þessu og vakið athygli á dulafullu hvarfi álftanna á samfélagsmiðlum. Þar er vöngum velt yfir afdrifum álftaparsins og lífslíkum ungans sem hefur verið skilinn eftir. Heimildin náði tali af Jóhann Óla Hilmarssyni, ljósmyndara og fuglafræðingi sem hefur fylgst með fuglalífinu við Bakkatjörn um langt skeið. 

Hann segir að umrætt álftapar hafi orpið í Bakktjörn í fyrra en fram að því höfðu álftir ekki verpt við tjörnina síðan árið 2017. Ungarnir …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár