Ný meindýr nema land á Íslandi eftir því sem loftslag hlýnar og þau sem fyrir eru verða skæðari. Skordýrin leggjast á gróður landsins og geta valdið miklum skaða að sögn Brynju Hrafnkelsdóttur, sérfræðings hjá Landi og skógi.
Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá því í fyrra er tekið fram að ný skordýr hafi í auknum mæli náð fótfestu á Íslandi síðasta áratug. Hlýnandi loftslag geri bæði þeim tegundum skordýra sem fyrir eru auðveldara að ná frekari útbreiðslu og nýjum tegundum auðveldara að fóta sig. Lúsmý, til dæmis, blossaði upp í Kjós árið 2015 og hefur á skömmum tíma dreift sér um landið.
„Það eru ekki bara nýjar skordýrategundir heldur þær sem eru hérna fyrir, gömul skordýr sem hafa verið lengi á Íslandi, sem valda meiri skaða,“ segir Brynja. „Sum eru kannski ekki komin á Norðurlandið en …
Athugasemdir (2)