Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Ég viðurkenni að ég upplifði ótta þegar greinin birtist“

Björk Eiðs­dótt­ir var að stíga sín fyrstu skref í blaða­mennsku þeg­ar hún tók við­tal við konu sem lýsti starfi sínu á Gold­fin­ger og öðr­um dans­stöð­um; neyslu fíkni­efna sem hófst með nekt­ar­dans­in­um og hót­un­um sem hún hafði orð­ið fyr­ir í tengsl­um við starf­ið. Við­tal­ið átti eft­ir að draga dilk á eft­ir sér en Björk var dæmd fyr­ir orð við­mæl­and­ans. Síð­ar komst MDE að þeirri nið­ur­stöðu að með dómn­um hefði brot­ið gegn tján­ing­ar­frelsi henn­ar sem blaða­manns.

„Ég viðurkenni að ég upplifði ótta þegar greinin birtist“
Höfundur viðtals Björk Eiðsdóttir var dæmd fyrir orð viðmælanda á þeim forsendum að hún væri höfundur viðtalsins. Mannréttindadómstóllinn kvað á um að með því hefði ríkið brotið gegn tjáningarfrelsi hennar sem blaðamanns. Mynd: Dóra Dúna

Nektardansstaðir stóðu með miklum blóma í Reykjavík á árunum upp úr síðustu aldamótum. Ekki voru þó allir jafn hrifnir og árið 2007 var umræða orðin hávær um hertar reglur eða jafnvel bann við rekstri slíkra staða. Olía á það bál var umfjöllun sem birtist um mitt það ár í tímaritinu Ísafold um vændi á slíkum stöðum og jafnvel mansal. Í kjölfarið birtust í Vikunni viðtöl við annars vegar dansmeyjar sem kváðust ánægðar í starfi sínu á dansstaðnum Goldfinger og vísuðu gagnrýni á bug sem öfund annarra kvenna, og hins vegar viðtöl við tvo ónafngreinda dansara sem lýstu neikvæðum hliðum starfsins; vændi og fíkniefnaneyslu. Eftir birtingu viðtalanna hafði ung íslensk kona samband við ritstjórn Vikunnar og bauðst til að segja sögu sína. Björk Eiðsdóttir var þá að stíga sín fyrstu skref í blaðamennsku, nýútskrifuð úr fjölmiðlafræði frá bandarískum háskóla. Í viðtali sem Björk tók og birt var í Vikunni um haustið, …

Kjósa
77
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár