Um 1.200 venesúelskir ríkisborgarar eru nú hér á landi í biðstöðu. 210 bíða svars frá Útlendingastofnun um umsókn um alþjóðlega vernd, 215 hafa samþykkt að fara heim sjálfviljugir en bíða aðstoðar við þá sjálfviljugu heimför og um 800 venesúelskir ríkisborgarar bíða svars frá kærunefnd útlendingamála.
Það eru einstaklingar sem hafa þegar fengið neitun frá Útlendingastofnun um umsókn sína um alþjóðlega vernd en hafa kært þá ákvörðun til kærunefndarinnar og bíða nú svars.
Til viðbótar eru 38 venesúelskir ríkisborgarar á lista heimferða- og fylgdardeildar ríkislögreglustjóra. Á þeim lista er almennt fólk sem hefur fengið endanlega synjun en neitað að fara. Gera má ráð fyrir að því verði vísað úr landi af lögreglu.
Útlendingastofnun hefur tekið um 950 ákvarðanir um verndarumsóknir frá ríkisborgurum Venesúela það sem af er ári og hafa til viðbótar 100 venesúelskir ríkisborgarar dregið umsókn sína …
Athugasemdir