Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Mjög óhugnanlegt ástand“ í borgum og bæjum í Englandi

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hef­ur á ný boð­að til neyð­ar­fund­ar í kvöld vegna óeirð­anna sem breiðst hafa út um land­ið síð­ustu daga. Þær bein­ast gegn hæl­is­leit­end­um og inn­flytj­end­um, einkum mús­lím­um. „Þetta er mjög óhugn­an­legt ástand,“ seg­ir Katrín Snæ­dal Húns­dótt­ir sem býr í ná­grenni Hull. Hún seg­ir þetta al­var­leg­ustu óeirð­ir sem þar hafi geis­að þau 20 ár sem hún hef­ur bú­ið í land­inu.

„Mjög óhugnanlegt ástand“ í borgum og bæjum í Englandi
Óöld í bæjum og borgum í Bretlandi Mynd: AFP/Anadolu

Gríðarlegar óeirðir hafa geisað í mörgum borgum og bæjum á Bretlandi síðustu daga. Bylgju ofbeldisins má rekja til árása hægriöfgahópa sem beinast gegn innflytjendum og hælisleitendum, einkum múslimum. Hafa árásir meðal annars verið gerðar á hús þar sem hælisleitendur dvelja. Um það bil 400 manns hafa verið handteknir síðustu daga og ríkisstjórnin hefur bætt við 500 fangelsisplássum til að bregðast við ástandinu. Víða hefur verið kveikt í bílum og byggingum og ráðist á bæði lögregluþjóna og gangandi vegfarendur. Forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til neyðarfundar í kvöld vegna óaldarinnar í landinu. 

Hnífaárás gegn börnum kveikjan

Óeirðir brutust fyrst út í síðustu viku í kjölfar hnífaárásar sem varð þremur börnum að bana og særði átta á dansviðburði í Southport á norðvestanverðu Englandi. Árásarmaðurinn var Axel Rudakubana. Hann er á nítjánda ári, fæddur í Cardiff í Wales og sonur innflytjenda frá Rúanda. 

Greint var frá því síðdegis að öll börnin nema eitt sem lifðu árásina af en særðust í henni hafi verið útskrifuð af spítala. 

Daginn eftir árásina brutust út óeirðir á götum Southport, meðal annars fyrir framan mosku. Kveikt var í lögreglubifreið og nokkrir lögreglumenn særðust. Aukin harka færðist í mótmæli hægriöfgahópanna um helgina um allt Bretland og til þónokkurra átaka kom við lögreglu. Mótmælin voru skipulögð sem kröfugöngur gegn innflytjendum sem stofnað var til á samfélagsmiðlum. 

Ofbeldismennirnir hafa meðal annars kveikt í tveimur hótelum á mismunandi stöðum á Englandi – í bæjunum Rotherham og Tamworth– sem talið var að hýstu hælisleitendur sem enn voru í umsóknarferli. Í Rotherham brutust 700 manns inn á hótelið sem var kveikt í. Þá köstuðu þeir timbri og sprautuðu úr slökkviliðstækjum á lögregluna. 

Þá er maður á sextugsaldri í lífshættu eftir að hópur fólks réðst á hann í óeirðum í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi.  Verknaðurinn er talinn vera hatursglæpur.  Þar í borg köstuðu fleiri tugir mótmælenda múrsteinum og bensínsprengjum og kveiku í lögreglubíl. 

Mjög óhugnanlegt ástand“ 

Í mörgum borgum og bæjum blasti á sunnudag mikil eyðilegging við íbúum eftir óeirðir helgarinnar. Þannig var það í Hull en Katrín Snædal Húnsdóttir, hönnuður býr í Elloughton sem er skammt frá Hull. Katrín fór á tónlistarhátíð sem haldin var í Hull á laugardaginn. Hún segir að þegar hún kom þangað hafi fólk verið farið að safnast saman í miðbænum.  

„Ég var að fara á tónlistarhátíð sem haldin er árlega en þar fær ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk að spreyta sig á sviðinu. Hátíðin var við höfnina sem er bara um einn kílómetra frá miðbænum þar sem óeirðirnar brutustu út stuttu eftir að ég var komin á tónleikasvæðið.“

Ekkert þessu líkt gerst í 20 ár Katrín Snædal Húnsdóttir var í Hull á laugardaginn en þann dag voru þar miklar óeirðir. Hún hefur búið í Bretlandi í 20 ár og segist ekki muna eftir jafn alvarlegum óeirðum.

Hún segist hafa séð svartan reyk stíga upp á nokkrum stöðum í miðborginni og að hún hafi haldið sig frá torginu þar sem óeirðirnar fóru stigvaxandi. Það var líka einkennilegt að sjá allt þetta lögreglulið sem fór þarna um í stórum hópum. Vanalega eru lögreglumennirnir tveir og tveir saman. En það var mikill viðbúnaður því að mennirnir réðust á lögregluna. Þetta var mjög óþægilegt. En sem betur fer breiddust óeirðirnar ekki út fyrir torgið í miðborginni.

Hún segir að til að byrja með hafi þetta verið friðsæl mótmæli. Síðan hafi allt farið í bál og brand, bókstaflega því hópur öfgamanna bar eld að húsi sem hælisleitendur dvelja í. Allt virðist hafa farið úr böndunum og hópur fólks gekk berseksgang, kveikti í og braust inn í nokkrar verslanir á svæðinu. Ég sá myndband þar sem ungir karlmenn eru að brjóta rúður í Lush snyrtivörubúðinni. Hópur fólks fór síðan þar inn og bar út allskyns gjafaöskjur og dreifði svo til annarra sem voru að taka þátt í þessum óeirðum.“

Hún segir að daginn eftir hafi eyðileggingin blasað við. Ég sá fjölda mynda og myndbanda frá torginu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og það var gríðarleg eyðilegging. Glerbrot út um allt. Strax á sunnudaginn var farið að óska eftir sjálfboðaliðum til að koma og þrífa. Mér fannst fallegt að sjá myndbrot af fjölda fólks sem mætti til að þrífa göturnar. Samstaðan er mikilvæg eftir svona atburði.  

Katrín segist ekki muna eftir jafn alvarlegum óeirðum þau tuttugu ár sem hún hefur búið í Bretlandi. Ekkert þessu líkt, það hafa auðvitað verið mótmæli í borgum víðs vegar í landinu og jafnvel einhverjir árekstrar á milli fólks í þeim en þetta er mun alvarlegra. Þetta er mjög óhugnanlegt ástand.

Annar neyðarfundur í kvöld

Keir Starmer, nýkjörinn forsætisráðherra Bretlands, kallaði í gær saman neyðarfund sérstakrar viðbragðsnefndar sem samanstendur meðal annars af ráðherrum, embættismönnum, lögreglu og leyniþjónustu. Hann boðaði síðdegis til annars neyðarfundar sem haldinn verður í kvöld. 

Starmer segir að þetta séu ekki mótmæli heldur ofbeldisfullar óeirðir, að um glæpi sé að ræða. Hann segir að hægriöfga glæpamenn beri ábyrgðina en ofbeldið hefur fyrst og fremst beinst að samfélögum múslima og öðrum minnihlutahópum. Maðurinn sem framdi ódæðin í danstímanum í Southport er hins vegar kristinn, ekki múslimi.



Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu