„Ráðherra þykir mikilvægt að setja reglur um rekstur og eftirlit með áfangaheimilum.“ Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar í tengslum við umfjöllun um áfangaheimili Betra lífs. Í gildandi lagaumhverfi er ekki kveðið á um leyfisskyldu eða eftirlit með rekstri og umsjón áfangaheimila. Þá er ekki heldur skýr skilgreining á því í lögum hvað áfangaheimili sé.
Heimildin greindi frá því að nokkrir einstaklingar greiddu 140-160 þúsund krónur hver í reiðufé fyrir herbergi á áfangaheimili Betra lífs á Kópavogsbraut 69. Húsið var í niðurníðslu og engar brunavarnir til staðar. Þrátt fyrir að vera með leigusamning fengu íbúar, sem áttu ekki í önnur hús að venda, fimm daga til að flytja út þegar húsið var rifið. Sylwia Burzykowska neyddist til að flytja af Kópavogsbrautinni í tjald og þeir Baldur Sigurðarson og Sigfús Bergmann Svavarsson fluttu …
Athugasemdir