Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 8 árum.

Af glingrinu hans Guðna

Við embættis­töku bera ný­ir for­set­ar gull­keðj­ur og stór­ridd­ara­stjörn­ur í kjól­föt­um. Minn­ir helst á krýn­ing­ar er­lendra kónga. Kannski eðli­lega.

Af glingrinu hans Guðna
Guðni og Eliza báru bæði stjörnu stórkrossriddara, lögum samkvæmt. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Guðni Th. Jóhannesson sór í gær eið að forsetaembættinu við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Athöfnin er ein sú formfastasta í íslenskri stjórnskipan enda byggir íslenska lýðveldið að miklu leyti á þeim hefðum sem tíðkuðust í herraríkinu Danmörku árið 1944. Þá var þeim köflum stjórnarskrárinnar sem lutu að konungi snúið svo forseti væri hér æðsti landshöfðingi.

Þannig hefur það verið allt síðan Sveinn Björnsson sór eið að embættinu á Þingvöllum fyrstur manna 17. júní 1944, við stofnun lýðveldisins. Verandi réttkjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga bar Guðni öll tákn þjóðhöfðingja Íslands; stórkross með keðju stórmeistara hinnar íslensku fálkaorðu. Einnig bar hann á jakkanum stjörnu stórkrossriddara fálkaorðunnar. Eliza Reid, eiginkona Guðna, bar stjörnuna einnig.

Guðni bar stórkross með keðju, æðsta stig hinnar íslensku fálkaorðu, og stjörnu stórkrossriddara. Eliza Reid bar einnig stjörnuna. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti bar sinn stórkross í borða.

Sem forseti Íslands er Guðni orðinn stórmeistari hinnar íslensku fálkaorðu og ræður því hverjir á endanum hljóta orðurnar. Orðunefnd veitir hinsvegar tilnefningnar til stórmeistarans. Samkvæmt hefðinni eru orðurnar veittar að minnsta kosti tvisvar á ári; á þjóðhátíðardaginn 17. júní og á nýársdag. Síðan Kristján tíundi Danakonungur stofnaði til orðunnar sumarið 1921 hefur hafa mörgþúsund manns hlotið viðurkenninguna á fjórum stigum.

Táknin sem Guðni bar eru þess vegna merki stórmeistara fálkaorðunnar, fimmta og æðsta stigs fálkaorðunnar. Í forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu segir að „[v]ið hátíðleg tækifæri“ skuli stórmeistarinn bera orðuna í gullinni keðju um hálsinn, auk stjörnunnar. Þá fyrst fer orðan að verða nær einstök þegar hún hangir í gullhlekkjum þar sem gullslegið skjaldamerki hangir á víxl við blásteindan skjöld með mynd af silfurfálka sem lyftir vængjum til flugs.

Stórriddarakross í keðju er æðsta stig hinnar íslensku fálkaorðu. Forseti Íslands fær að bera það einn Íslendinga.

Sigillum ordinis falconis Islandiæ

Slíkan skrúða bera einungis þjóðhöfðingjar og aðeins einn Íslendingur hverju sinni, nefnilega sitjandi forseti Íslands. Erlendum þjóðhöfðingjum hefur einnig verið veitt keðja stórkross fálkaorðunnar. Ásgeir Ásgeirsson veitti Friðriki Danakonungi þennan heiður í fyrstu opinberu heimsókn íslensk þjóðhöfðingja til Danmerkur árið 1954. Elísabet II Englandsdrottning fékk einnig slíka gjöf frá Ásgeiri er hann flaug til London níu árum síðar, svo aðeins tvö dæmi séu tekin.

Fyrrverandi forsetar Íslands, þau Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, báru sínar orður við embættistöku Guðna. Glöggir áhorfendur hafa kannski tekið eftir að þau báru bæði stórkrossinn í borða yfir brjóstið og niður á mitti, auk silfraðrar stórkrossstjörnu.

Handhafar forsetavaldsins, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, báru sínar orður einnig. Markús var sæmdur stórriddarakrossi árið 2005 og Einar sæmdur stórrriddarakrossi árið 2014. Sigurður Ingi var sæmdur stórriddarakrossi nýverið eftir að hafa tekið við forsætisráðuneytinu.

Handhafar forsetavaldsins með orðurnar sínar.

Aftan á öllum fálkaorðum stendur í gullslegnum stöfum „Seytjándi júní 1944“ til að minnast stofndags íslenska lýðveldisins. Og fálkaorðan hefur einnig einkunarorð: „Eigi víkja“, sem voru einkunarorð Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öldinni. Þá má geta þess að áletrunin á innsiglinu, sem er stórkrossstjarnan, er á latínu: „Sigillum ordinis falconis Islandiæ“ eða „Innsigli hinnar íslensku fálkaorðu“.

Torræð tákn í nútímanum

Sumum kann kannski að finnast þetta heldur mikið í lagt; óþarfa prjál þar sem púkkað er upp á stjórnmálamenn og valdsleikjur hverjar sem þær kunna að vera. Það er hins vegar svo að um orðuveitingarnar gilda reglur og rökstyðja þarf hverja orðuveitingu vandlega. Ekki má svo gleyma að orðuveitingar eru mikilvægt verkfæri í utanríkismálum. Yrði ekki hver Íslendingur impóneraður ef Guðna yrði veitt riddaratign t.a.m. í Bretlandi? Það væri í það minnsta til merkis um að einhver væri ánægður með Íslendinga.

Myndmálið kann hins vegar að vera torskiljanlegra. Við myndun samfélaga, hvort sem þau eru trúarleg eða veraldleg, verður til myndmál og þar liggur rótin í allri merkjagerð. Allir þekkja til dæmis krossinn sem er merki kristinna manna og Davíðsstjörnuna sem er merki gyðinga. Íslenska lýðveldið á á sama hátt skjaldarmerki, og það hefur Reykjavík einnig og Kópavogur.

Orðuveitingar eru í eðli sínu sprotnar af rómantískum hugsjónum nítjándu aldar; það þarf að veita þeim sem hefur látið af sér gott leiða upphafningu, útnefna sem mikilmenn og reka þá til æðstu metorða. Íslendingar áttu þess kost að hljóta danskar orður þar til 1921 þegar Kristján tíundi kom í heimsókn til Íslands og stofnaði hina íslensku fálkaorðu, að ósk Alþingis.

Í grein Guðmundar Odds Magnússonar í hausthefti tímaritsins Sögu árið 2009 er fjallað um táknmyndina fálkann í hugum Íslendinga. Hún var alls ekki ný þegar fálkaorðan var stofnuð heldur hafði fálkinn verið notaður í ýmsum innsiglum þjóðfrelsissinna á síðari hluta 19. aldar. Fálkinn kom sér einnig notalega fyrir á skjaldarmerki Íslands árið 1903 í staðinn fyrir þorskinn. Síðar var landvættunum komið á skjaldarmerkið en fálkanum leyft að hreiðra um sig á orðunum.

Fálkinn er tignarlegur fugl og var hugsanlega valinn sem táknmynd fyrir Ísland vegna mikils fálkaútflutnings Íslendinga á nítjándu öld og á öndverðri 20. öld. Fyrst þegar fálkinn var settur á skjaldarmerkið árið 1903 var hann teiknaður sitjandi, með vængina með hliðunum. Íslenskum þjóðfrelsissinnum þótti það hins vegar ekki nógu sterkt og þess vegna var ný mynd teiknuð á fálkaorðurnar. Danski teiknarinn Hans Christian Tegner var fenginn til verksins og á teikningu hans býr fálki sig til flugs með útþanda vængi. Það má kannski ráða dýpra myndmál í þessa nýju teikningu enda hafði Ísland hlotið sjálfstæði frá Dönum 1918 og var endanlega flogið á brott úr danska konungsríkinu tveimur áratugum síðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
2
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár