Aðfaranótt mánudags biðu venesúelskir ríkisborgarar um allan heim í ofvæni eftir niðurstöðum forsetakosninganna í landinu. Manuel Alejandro Palencia – lögmaður, enskukennari og hælisleitandi á Íslandi – var einn af þeim sem kveið því sem koma skyldi.
Svo kom það.
„Við byrjum í Venesúela þar sem landskjörstjórn segir Nicolas Maduro hafa verið endurkjörinn fyrir sitt þriðja tímabil sem forseti landsins,“ sagði fréttaþulur BBC í fréttum sjónvarpsstöðvarinnar á mánudagsmorgun.
Manuel var ekki hissa, jafnvel þó að stjórnarandstaðan – sem hefur hafnað því að Maduro hafi raunverulega unnið kosningarnar og sakað hann um kosningasvik – í landinu væri sameinaðri en aldrei fyrr.
„Í Venesúela segjum við: Þú hendir ekki út einræðisherra með atkvæðagreiðslu, það virkar ekki þannig,“ segir Manuel. Hann var sjálfur fyrir löngu búinn að missa trúna á landinu sínu.
Langvarandi óðaverðbólga í Venesúela gerir það að verkum að stór hluti þjóðarinnar á ekki fyrir nauðsynjum. 19 milljónir Venesúelabúa hafa ekki …
Athugasemdir