Á ferð um stríðshrjáða Úkraínu er fátt sem veldur eins miklum harmi og að sjá hrædd, afvegaleidd dýr á vergangi nálægt víglínunni. Oft gæludýr sem eigendur þurftu að skilja eftir í óðagoti er þau urðu að velja á milli þess að bjarga sér og börnum eða verða eftir með dýrunum.
Kaldur raunveruleikinn er sá að í hverri viku látast tugir óbreyttra borgara í árásum Rússa á borgir og bæi nálægt framlínunni – oft láta þau eftir sig gæludýr sem enginn getur vitjað, því ástandið er of hættulegt.


Þegar fólk er flutt í neyð af vettvangi er það yfirleitt í fólksbílum og til næstu borgar, oft í búðir fyrir flóttafólk eða til ættingja. Yfirleitt er ekki pláss í bílnum eða aðstaða til að taka á móti stórum varðhundi í flóttamannabúðunum.
Nor-dog eru samtök sem sérhæfa sig í að bjarga dýrum, þá aðallega hundum, frá þyngstu …
Athugasemdir