Það snjóaði í Keflavík þegar Lamin Jadama, þá 15 ára gamall, lenti í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 21. janúar árið 2020. Honum var kalt á berum framhandleggjunum og hann hugsaði með sér að hann hefði átt að fara í jakka. Það voru liðin tæp fjögur ár síðan hann lagði land undir fót og flúði heimalandið, Gambíu. Hann hafði dvalið á Ítalíu meira og minna síðan en ekki fengið að fara þar í skóla. En hingað var hann kominn því hér vonaðist hann eftir því að fá að læra.
Í dag býr Lamin, nú 19 ára gamall, ásamt um níu öðrum í neyðarskýli Rauða krossins í Borgartúni. Fyrir klukkan tíu á morgnana þarf hann að pakka niður föggum sínum og setja þær í geymslu því þá lokar skýlið. Það opnar ekki aftur fyrr en klukkan fimm síðdegis. Klukkustundirnar sjö frá því að skýlinu er lokað og það opnað aftur mæla flestir …
Athugasemdir (1)