Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hjarðónæmi gegn mislingum í hættu

Sótt­varn­ar­lækn­ir seg­ir þátt­töku í bólu­setn­ing­um gegn misl­ing­um áhyggju­efni og að 5 smit gætu leitt til far­ald­urs bregð­ist hjarð­ónæmi.

Hjarðónæmi gegn mislingum í hættu
Bólusetning Embætti landlæknis bendir á að bólusetningar séu mikilvægasta forvörnin gegn smitsjúkdómum Mynd: Joseph Prezioso/AFP

Þátttaka í bólusetningum í fyrra var betri en árið á undan en hætta er á mislingafaraldri ef þátttakan í bólusetningum gegn sjúkdómnum dregst áfram saman.

Þetta kemur fram í skýrslu embættis landlæknis um bólusetningar barna í fyrra. Þar segir að þátttaka í bólusetningum barna hafi almennt verið yfir 90 prósent árið 2023 sem sé betra en árið 2022. Best sé þátttakan hjá ungbörnum sem tengist öflugu ungbarnaeftirliti heilsugæslu.

„Faraldur gæti brotist út þegar 5 mislingasmit berast til landsins“

„Þátttaka í mislingabólusetningu er hins vegar t.d. áhyggjuefni en hún er einungis um 90% á landsvísu en það er of lágt hlutfall til að viðhalda hjarðónæmi gegn þeim skæða sjúkdómi, sem þá eykur hættuna á að faraldur gæti brotist út þegar 5 mislingasmit berast til landsins,“ segir í formála Guðrúnar Aspelund sóttvarnarlæknis í skýrslunni. „Þátttaka þarf að vera yfir 95% fyrir bæði fyrri og seinni skammt til að hjarðónæmi sé til staðar.“

Embættið bendir á að bólusetningar séu mikilvægasta forvörnin gegn smitsjúkdómum, bjargi mannslífum með því að verja einstaklinga gegn sjúkdómum og séu einnig efnahagslega hagkvæmar þar sem þær dragi úr veikindum í samfélaginu og minnki álag á heilbrigðiskerfið.

„Tíðni tilkynninga um alvarlegan atburð eru mjög sjaldgæfar“

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að bólusetning komi í veg fyrir 3,5 til 5 milljónir dauðsfalla á hverju ári á heimsvísu af völdum sjúkdóma eins og barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mislinga,“ skrifar sóttvarnarlæknir. „Auk þess að koma í veg fyrir dauðsföll vernda bólusetningar gegn veikindum og alvarlegum fylgikvillum sjúkdóma s.s. lungnabólgu, heilabólgu, blindu, heyrnarleysi o.fl. Bóluefni undirgangast viðamiklar og strangar rannsóknir hjá mörg þúsund einstaklingum hvað varðar öryggi og árangur áður en þau eru tekin í notkun.“

Tilkynnt var um tvær aukaverkanir vegna almennra bólusetninga barna í fyrra og var önnur alvarleg. „Tíðni tilkynninga um alvarlegan atburð (án þess að orsakasamhengi sé endilega um að ræða) eru mjög sjaldgæfar eða 0,3 atburðir á 66 þúsund bólusetningar eða um einn atburður á 220 þúsund bólusetningar,“ skrifar sóttvarnarlæknir.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár