Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hjarðónæmi gegn mislingum í hættu

Sótt­varn­ar­lækn­ir seg­ir þátt­töku í bólu­setn­ing­um gegn misl­ing­um áhyggju­efni og að 5 smit gætu leitt til far­ald­urs bregð­ist hjarð­ónæmi.

Hjarðónæmi gegn mislingum í hættu
Bólusetning Embætti landlæknis bendir á að bólusetningar séu mikilvægasta forvörnin gegn smitsjúkdómum Mynd: Joseph Prezioso/AFP

Þátttaka í bólusetningum í fyrra var betri en árið á undan en hætta er á mislingafaraldri ef þátttakan í bólusetningum gegn sjúkdómnum dregst áfram saman.

Þetta kemur fram í skýrslu embættis landlæknis um bólusetningar barna í fyrra. Þar segir að þátttaka í bólusetningum barna hafi almennt verið yfir 90 prósent árið 2023 sem sé betra en árið 2022. Best sé þátttakan hjá ungbörnum sem tengist öflugu ungbarnaeftirliti heilsugæslu.

„Faraldur gæti brotist út þegar 5 mislingasmit berast til landsins“

„Þátttaka í mislingabólusetningu er hins vegar t.d. áhyggjuefni en hún er einungis um 90% á landsvísu en það er of lágt hlutfall til að viðhalda hjarðónæmi gegn þeim skæða sjúkdómi, sem þá eykur hættuna á að faraldur gæti brotist út þegar 5 mislingasmit berast til landsins,“ segir í formála Guðrúnar Aspelund sóttvarnarlæknis í skýrslunni. „Þátttaka þarf að vera yfir 95% fyrir bæði fyrri og seinni skammt til að hjarðónæmi sé til staðar.“

Embættið bendir á að bólusetningar séu mikilvægasta forvörnin gegn smitsjúkdómum, bjargi mannslífum með því að verja einstaklinga gegn sjúkdómum og séu einnig efnahagslega hagkvæmar þar sem þær dragi úr veikindum í samfélaginu og minnki álag á heilbrigðiskerfið.

„Tíðni tilkynninga um alvarlegan atburð eru mjög sjaldgæfar“

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að bólusetning komi í veg fyrir 3,5 til 5 milljónir dauðsfalla á hverju ári á heimsvísu af völdum sjúkdóma eins og barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mislinga,“ skrifar sóttvarnarlæknir. „Auk þess að koma í veg fyrir dauðsföll vernda bólusetningar gegn veikindum og alvarlegum fylgikvillum sjúkdóma s.s. lungnabólgu, heilabólgu, blindu, heyrnarleysi o.fl. Bóluefni undirgangast viðamiklar og strangar rannsóknir hjá mörg þúsund einstaklingum hvað varðar öryggi og árangur áður en þau eru tekin í notkun.“

Tilkynnt var um tvær aukaverkanir vegna almennra bólusetninga barna í fyrra og var önnur alvarleg. „Tíðni tilkynninga um alvarlegan atburð (án þess að orsakasamhengi sé endilega um að ræða) eru mjög sjaldgæfar eða 0,3 atburðir á 66 þúsund bólusetningar eða um einn atburður á 220 þúsund bólusetningar,“ skrifar sóttvarnarlæknir.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
2
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár