Húsnæðisbætur og niðurgreitt leiguhúsnæði eru mikil búbót fyrir þá leigjendur sem eiga kost á slíku. Samkvæmt útreikningum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar geta þessi úrræði jafnast á við um 320 þúsund króna launahækkun fyrir einstaklinga á leigumarkaði.
Í júní leigðu rúmlega þriðjungur húsnæðisbótaþega hjá leigufélögum sem bjóða niðurgreidda leigu, sem ýmist fjármögnuð með stuðningi frá hinu opinbera eða vegna þess að tiltekið leigufélag miðar ákvarðar leiguverð út frá öðrum sjónarmiðum en markaðsforsendum.
Mikill munur á leiguverði milli leigusala
Fyrir leigjendur getur skipt gríðarlega miklu máli hver leigusali þeirra er. Eins og HMS hefur áður bent á greiða leigjendur hjá hagnaðadrifnum leigufélögum talsvert hærri mánaðarleigu að meðaltali en þeir sem leigja óhagnaðadrifnum félögum.
Í síðasta mánuði var meðalleiguverð íbúða fyrir einn einstakling um 250 þúsund krónur hjá hagnaðardrifnum leigufélögum. Á sama tíma var leiga á svipuðu húsnæði að meðaltali 142 þúsund krónur á mánuði hjá óhagnaðadrifnu leigufélagi.
Athugasemdir (1)