Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Sorpa greiðir ÍAV 26 milljónir króna í dráttarvexti

Stjórn Sorpu hef­ur sam­þykkt að ganga til sátta við verk­taka­fyr­ir­tæk­ið ÍAV og greiða því vel á þriðja tug millj­óna í drátt­ar­vexti. Um er að ræða vexti vegna tæp­lega 90 millj­óna króna skaða­bóta sem Sorpu var með dómi gert að greiða ÍAV í tengsl­um við út­boð á jarð­gerð­ar­stöð­inni Gaju.

Sorpa greiðir ÍAV 26 milljónir króna í dráttarvexti
GAJA Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í Álfsnesi kostaði mun meira en áformað var. Framleiðslan var svo menguð þungmálmum fyrst í stað. Mynd: Davíð Þór

Sorpa hefur nú greitt verktakafyrirtækinu ÍAV samtals rúmlega 114 milljónir króna í skaðabætur og vexti í tengslum við útboð á byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju í Álfsnesi. ÍAV kom hvergi að þeirri byggingu enda hreppti Ístak verkið. Það er einmitt sú ákvörðun og hvernig að henni var staðið sem varð til þess að ÍAV fór fram á skaðabætur og fór með sigur af hólmi í bæði héraðsdómi og Landsrétti sem dæmdi Sorpu til að greiða fyrirtækinu 88,5 milljónir króna. Kröfu ÍAV um dráttarvexti var hins vegar vísað frá dómi en nú, tæplega ári seinna, hefur náðst sátt milli aðila um greiðslu 26 milljóna króna í vexti.

Allt þetta mál snýst um útboð Sorpu á gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi árið 2017. Fjögur tilboð bárust og voru þau opnuð í byrjun árs 2018. Tilboðin voru frá ÍAV, Ístaki, Munck og Mannverki. ÍAV átti lægsta tilboðið en öll voru þau yfir viðmiðunarmörkum Sorpu. Í lok febrúar þetta ár var öllum tilboðum hafnað. Sorpa sagðist þá hafa endurskilgreint verkefnið með það að markmiði að leita leiða til að draga úr kostnaði og að þeim sem upphaflega skiluðu tilboði hafi verið boðið að taka þátt í samningskaupum um verkefnið.

Um miðjan apríl voru tilboð opnuð á ný og þá bauð Ístak lægst. Og gengið var til samninga við það fyrirtæki við byggingu jarðgerðarstöðvarinnar sem seinna hlaut nafnið GAJA.

Við þetta felldi ÍAV sig ekki og höfðaði mál á hendur Sorpu, taldi sig hafa upplýsingar um að mótbjóðandinn hefði lagt fram frávikstilboð sem gengi í berhögg við lög um jafnræði bjóðenda og gagnsæi við innkaup.

Misvísandi skilmálar

Í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp síðasta haust, kemur fram að skilmálarnir sem giltu um samningsferlið hefðu verið misvísandi og til þess fallnir að valda misskilningi um að hvaða marki þeim væri heimilt að víkja frá skilmálum samningskaupanna með frávikum og undanþágum. Þannig hafi fyrirtækinu sem hafði betur í útboðinu, þ.e. Ístaki, talið það heimilt en ekki ÍAV.

„Í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði beiðni Sorpu um áfrýjunarleyfi var krafan greidd“
Gunnar Dofri Ólafsson,
samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.

Í ljósi óskýr­leika skil­mála útboðsins taldi Landsréttur að fyr­ir­tæk­in tvö hafi ekki setið við sama borð. Af þeim sök­um voru til­boðin ekki sam­an­b­urðar­hæf og byggð á mis­mun­andi for­send­um. Það hafi valdið ÍAV bóta­skyldu tjóni sem metið var á rúm­ar 88,5 millj­ón­ir króna.

Bótakrafa ÍAV hljóðaði upp á um 180 milljónir króna, sem var áætlaður hagnaður af verkinu, en dómstóllinn féllst ekki á þann útreikning samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og lækkaði upphæðina um helming.

Gengið til samninga við ÍAV

Á fundi stjórnar Sorpu í byrjun júlí var tekið fyrir minnisblað, unnið af lögmönnum, þar sem lagt var til að ganga til sátta við ÍAV um greiðslu vaxta. Aðdragandi þessa er sá að kröfu ÍAV um dráttarvexti vegna skaðabótanna var vísað frá dómi. „Í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði beiðni Sorpu um áfrýjunarleyfi var krafan greidd,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu í skriflegu svari til Heimildarinnar um málið. Í kjölfarið hófust viðræður aðila um vaxtakröfu ÍAV sem lyktuðu með því að stjórn Sorpu samþykkti einróma að greiða vexti, samtals 26 milljónir króna, með eingreiðslu.

Minnisblaðið fæst hins vegar ekki afhent þar sem það var ritað í tengslum við dómsmál og er því bundið trúnaði, að sögn Gunnars Dofra.

Langt fram úr áætlunum

Kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju fór verulega fram úr öllum áætlunum. Hann átti að vera um 3,7 milljarða en árið 2021 var hann kominn upp í 6,2 milljarða. Þessi mikla framúrkeyrsla varð til þess að samið var um starfslok þáverandi framkvæmdastjóri Sorpu.   

Framleiðsla Gaju fór svo einnig brösuglega af stað en líkt og Stundin greindi frá haustið 2021 var allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma í moltu þeirri sem stöðin framleiddi en staðlar sögðu til um. Vorið þetta ár hafði komið í ljós að moltan var plastmenguð.

Nú í vor var framleiðslan komin í gott horf, enda lífrænn úrgangur sem höfuðborgarbúar hafa vandað sig við að flokka síðustu misseri, notaður til framleiðslunnar.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár