Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Sorpa greiðir ÍAV 26 milljónir króna í dráttarvexti

Stjórn Sorpu hef­ur sam­þykkt að ganga til sátta við verk­taka­fyr­ir­tæk­ið ÍAV og greiða því vel á þriðja tug millj­óna í drátt­ar­vexti. Um er að ræða vexti vegna tæp­lega 90 millj­óna króna skaða­bóta sem Sorpu var með dómi gert að greiða ÍAV í tengsl­um við út­boð á jarð­gerð­ar­stöð­inni Gaju.

Sorpa greiðir ÍAV 26 milljónir króna í dráttarvexti
GAJA Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í Álfsnesi kostaði mun meira en áformað var. Framleiðslan var svo menguð þungmálmum fyrst í stað. Mynd: Davíð Þór

Sorpa hefur nú greitt verktakafyrirtækinu ÍAV samtals rúmlega 114 milljónir króna í skaðabætur og vexti í tengslum við útboð á byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju í Álfsnesi. ÍAV kom hvergi að þeirri byggingu enda hreppti Ístak verkið. Það er einmitt sú ákvörðun og hvernig að henni var staðið sem varð til þess að ÍAV fór fram á skaðabætur og fór með sigur af hólmi í bæði héraðsdómi og Landsrétti sem dæmdi Sorpu til að greiða fyrirtækinu 88,5 milljónir króna. Kröfu ÍAV um dráttarvexti var hins vegar vísað frá dómi en nú, tæplega ári seinna, hefur náðst sátt milli aðila um greiðslu 26 milljóna króna í vexti.

Allt þetta mál snýst um útboð Sorpu á gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi árið 2017. Fjögur tilboð bárust og voru þau opnuð í byrjun árs 2018. Tilboðin voru frá ÍAV, Ístaki, Munck og Mannverki. ÍAV átti lægsta tilboðið en öll voru þau yfir viðmiðunarmörkum Sorpu. Í lok febrúar þetta ár var öllum tilboðum hafnað. Sorpa sagðist þá hafa endurskilgreint verkefnið með það að markmiði að leita leiða til að draga úr kostnaði og að þeim sem upphaflega skiluðu tilboði hafi verið boðið að taka þátt í samningskaupum um verkefnið.

Um miðjan apríl voru tilboð opnuð á ný og þá bauð Ístak lægst. Og gengið var til samninga við það fyrirtæki við byggingu jarðgerðarstöðvarinnar sem seinna hlaut nafnið GAJA.

Við þetta felldi ÍAV sig ekki og höfðaði mál á hendur Sorpu, taldi sig hafa upplýsingar um að mótbjóðandinn hefði lagt fram frávikstilboð sem gengi í berhögg við lög um jafnræði bjóðenda og gagnsæi við innkaup.

Misvísandi skilmálar

Í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp síðasta haust, kemur fram að skilmálarnir sem giltu um samningsferlið hefðu verið misvísandi og til þess fallnir að valda misskilningi um að hvaða marki þeim væri heimilt að víkja frá skilmálum samningskaupanna með frávikum og undanþágum. Þannig hafi fyrirtækinu sem hafði betur í útboðinu, þ.e. Ístaki, talið það heimilt en ekki ÍAV.

„Í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði beiðni Sorpu um áfrýjunarleyfi var krafan greidd“
Gunnar Dofri Ólafsson,
samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.

Í ljósi óskýr­leika skil­mála útboðsins taldi Landsréttur að fyr­ir­tæk­in tvö hafi ekki setið við sama borð. Af þeim sök­um voru til­boðin ekki sam­an­b­urðar­hæf og byggð á mis­mun­andi for­send­um. Það hafi valdið ÍAV bóta­skyldu tjóni sem metið var á rúm­ar 88,5 millj­ón­ir króna.

Bótakrafa ÍAV hljóðaði upp á um 180 milljónir króna, sem var áætlaður hagnaður af verkinu, en dómstóllinn féllst ekki á þann útreikning samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og lækkaði upphæðina um helming.

Gengið til samninga við ÍAV

Á fundi stjórnar Sorpu í byrjun júlí var tekið fyrir minnisblað, unnið af lögmönnum, þar sem lagt var til að ganga til sátta við ÍAV um greiðslu vaxta. Aðdragandi þessa er sá að kröfu ÍAV um dráttarvexti vegna skaðabótanna var vísað frá dómi. „Í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði beiðni Sorpu um áfrýjunarleyfi var krafan greidd,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu í skriflegu svari til Heimildarinnar um málið. Í kjölfarið hófust viðræður aðila um vaxtakröfu ÍAV sem lyktuðu með því að stjórn Sorpu samþykkti einróma að greiða vexti, samtals 26 milljónir króna, með eingreiðslu.

Minnisblaðið fæst hins vegar ekki afhent þar sem það var ritað í tengslum við dómsmál og er því bundið trúnaði, að sögn Gunnars Dofra.

Langt fram úr áætlunum

Kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju fór verulega fram úr öllum áætlunum. Hann átti að vera um 3,7 milljarða en árið 2021 var hann kominn upp í 6,2 milljarða. Þessi mikla framúrkeyrsla varð til þess að samið var um starfslok þáverandi framkvæmdastjóri Sorpu.   

Framleiðsla Gaju fór svo einnig brösuglega af stað en líkt og Stundin greindi frá haustið 2021 var allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma í moltu þeirri sem stöðin framleiddi en staðlar sögðu til um. Vorið þetta ár hafði komið í ljós að moltan var plastmenguð.

Nú í vor var framleiðslan komin í gott horf, enda lífrænn úrgangur sem höfuðborgarbúar hafa vandað sig við að flokka síðustu misseri, notaður til framleiðslunnar.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár