Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hallast helst að endurbótum á núverandi vegi í gegnum Vík

Að mati Skipu­lags­stofn­un­ar er ekki víst að að­al­val­kost­ur Vega­gerð­ar­inn­ar um að færa hring­veg­inn norð­ur fyr­ir Vík muni minnka um­ferð um þétt­býl­ið líkt og stefnt er að. Stofn­un­in tek­ur í nýju áliti sínu und­ir þau sjón­ar­mið Vega­gerð­ar­inn­ar að jarðganga­kost­ir séu síst­ir.

Hallast helst að endurbótum á núverandi vegi í gegnum Vík
Áfram um bæinn Skipulagsstofnun telur endurbætur á nýverandi vegi heppilegastar. Ef sú leið til lagfæringa á hringveginum verður ofan á verður m.a. tengingum við veginn í þéttbýlinu í Vík fækkað og hús fjarlægð. Myndin er tölvuteiknuð og sýnir mögulegt útlit endurbætts vegar um Vík. Mynd: Vegagerðin

Skipulagsstofnun telur endurbætur á núverandi hringvegi í gegnum þéttbýlið í Vík ákjósanlegasta valkostinn sem Vegagerðin setur fram í umhverfismatsskýrslu sinni um hringveginn í Mýrdal, sérstaklega með tilliti til áhrifa á náttúrufar. Stofnunin segir að allir þeir valkostir sem Vegagerðin leggur mat á í skýrslu sinni  komi til með að bæta umferðaröryggi og samtímis ljóst að nýr vegur, hvar sem hann mun liggja, verður meira áberandi í landslaginu en sá sem nú er ekið um og ástæða hefur þótt til að endurbæta verulega eða færa. Verði valkostur 5, sem felst í endurbótum nýverandi vegar fyrir valinu, myndi hann áfram liggja í gegnum þéttbýlið í Vík en færsla hans þaðan, í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi, var meðal markmiða framkvæmdarinnar. Verði þessi kostur valinn mun hann því „viðhalda þeim neikvæðu áhrifum á samfélag sem fylgja þjóðvegi um þéttbýli,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar.

Aðalvalkostur Vegagerðarinnar er að leggja hringveginn norður fyrir Vík. Það myndi, að mati Skipulagsstofnunar, krefjast meira rasks á landi ofan Víkur samanborið en endurbætur á núverandi vegi, m.a. á svæðum friðlýstra plöntutegunda. Sömuleiðis gæti sá valkostur haft neikvæð áhrif á útivist og byggðaþróun.

Skipulagsstofnun telur óvissu um hversu mikið umferð í gegnum Vík muni minnka við færslu hringvegarins norður fyrir þéttbýlið „þar sem allir sem vilja stoppa í Vík munu áfram keyra í gegnum bæinn,“ segir í áliti hennar. Telur stofnunin mikilvægt að gripið verði til aðgerða til að bæta umferðaröryggi í þéttbýlinu, þó svo að hringvegurinn yrði fluttur norður fyrir það.

Að auki bendir Skipulagsstofnun á að af umsögnum sem aflað var við gerð álitsins að dæma sé ljóst að miklir sviptivindar geti skapast á veglínum ofan Víkur. „Telur Skipulagsstofnun tilefni til að kanna nánar hvort mögulegt sé að draga úr áhrifum vinds á svæðinu, t.d. með trjágróðri eða vindskermum. Jafnframt telur Skipulagsstofnun mikilvægt að gripið verði til viðeigandi mótvægisaðgerða þar sem hljóðstig fer yfir mörk reglugerðar um hávaða.“

Vegagerðin lagði einnig mat á þrjá kosti sem fælu í sér að leggja nýjan veg meðfram ströndinni og í gegnum Reynisfjall í jarðgöngum. Þessa kosti telur Skipulagsstofnun sísta vegna mikilla neikvæðra staðbundinna áhrifa á náttúrufar, einkum gróðurfar og fuglalíf við Dyrhólaós. Einnig gæti lagning veglínu og bygging grjótvarnargarða við Víkurfjöru haft talsvert neikvæð áhrif á upplifun þeirra sem nýta svæðið. Þá séu þessir valkostir jafnframt óheppilegir með tilliti til náttúruvár.

Vegagerðin áformar að gera verulegar endurbætur á hringveginum í Mýrdal á um sextán kílómetra kafla milli Skeiðflatar og þéttbýlisins í Vík. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur verið áfram um jarðgöng í gegnum Reynisfjall en sú leið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna neikvæðra umhverfisáhrifa.

Í fyrra ákvað Vegagerðin, sem legið hefur yfir málinu í mörg ár, að gera færslu vegarins norður fyrir byggðina í Vík að aðalvalkosti sínum. Áfram voru þó margir aðrir kostir skoðaðir. Skipulagsstofnun segirí áliti sínu að mat Vegagerðarinnar byggi á fjölda sérfræðiskýrslna um málið segir umhverfismatsskýrsluna vandaða og til þess fallna að varpa ljósi á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár