Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landsbankinn nýtur hárra vaxta og hagnaðist um 16 milljarða

Fyrri helm­ing­ur árs­ins 2024 hef­ur ver­ið Lands­bank­an­um gjöf­ull. Hagn­að­ur­inn nam 16,1 millj­arði króna eft­ir skatta. Á það ekki síst við um ann­an árs­fjórð­ung þessa árs. Á þeim fjórð­ungi nam hagn­að­ur­inn sam­tals um níu millj­örð­um króna sem er um 2,3 millj­örð­um meira en á sama tíma í fyrra.

Landsbankinn nýtur hárra vaxta og hagnaðist um 16 milljarða

Landsbankinn hagnaðist um 16,1 milljarð króna á fyrri helmingi þessa árs, þar af var hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi 9 milljarðar króna. Er það talsvert hærra en á öðrum ársfjórðungi í fyrra þegar hagnaðurinn var 6,7 milljarðar.

Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins. 

Landsbankinn heldur áfram að njóta góðs af núverandi vaxtastigi sem stendur í 9,25 prósentum. Hreinar vaxtatekjur á fyrri helmingi ársins voru 29,1 milljarðar króna, þar af 14,8 milljarðar á öðrum ársfjórðungi. Það er svipað og árið á undan en þá voru tekjurnar 14,5 milljarðar. 

Þjónustutekjurnar voru aftur á móti örlítið lægri á öðrum ársfjórðungi þessa árs (2,6 milljarðar) en árið á undan, þegar þær námu 2,7 milljörðum. 

Heimilin glíma við hækkandi greiðslubyrði

Háir vextir hafa leitt af sér miklar hækkanir á greiðslubyrði heimilanna. Gert er ráð fyrir því að hækkandi greiðslubyrði muni ná til fleiri heimila eftir því sem líður á árið og fleiri heimili með óverðtryggð lán á föstum vöxtum losna. 

Í fyrra greiddu heimili landsins samtals um 125,3 milljarða króna. Það er um 39,1 milljörðum króna meira en heimilin greiddu í vexti árið þar á undan. 

Samtals námu hreinar vaxtatekjur bankanna í fyrra um 150,9 milljarðar króna. Mest tók Landsbankinn inn, 57,6 milljarða króna, sem var 78 prósent af hreinum rekstrartekjum hans. 

Óljóst er hvenær stýrivextir verða lækkaðir en margir binda vonir við að Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkanir undir lok þessa árs.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár