Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Landsbankinn nýtur hárra vaxta og hagnaðist um 16 milljarða

Fyrri helm­ing­ur árs­ins 2024 hef­ur ver­ið Lands­bank­an­um gjöf­ull. Hagn­að­ur­inn nam 16,1 millj­arði króna eft­ir skatta. Á það ekki síst við um ann­an árs­fjórð­ung þessa árs. Á þeim fjórð­ungi nam hagn­að­ur­inn sam­tals um níu millj­örð­um króna sem er um 2,3 millj­örð­um meira en á sama tíma í fyrra.

Landsbankinn nýtur hárra vaxta og hagnaðist um 16 milljarða

Landsbankinn hagnaðist um 16,1 milljarð króna á fyrri helmingi þessa árs, þar af var hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi 9 milljarðar króna. Er það talsvert hærra en á öðrum ársfjórðungi í fyrra þegar hagnaðurinn var 6,7 milljarðar.

Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins. 

Landsbankinn heldur áfram að njóta góðs af núverandi vaxtastigi sem stendur í 9,25 prósentum. Hreinar vaxtatekjur á fyrri helmingi ársins voru 29,1 milljarðar króna, þar af 14,8 milljarðar á öðrum ársfjórðungi. Það er svipað og árið á undan en þá voru tekjurnar 14,5 milljarðar. 

Þjónustutekjurnar voru aftur á móti örlítið lægri á öðrum ársfjórðungi þessa árs (2,6 milljarðar) en árið á undan, þegar þær námu 2,7 milljörðum. 

Heimilin glíma við hækkandi greiðslubyrði

Háir vextir hafa leitt af sér miklar hækkanir á greiðslubyrði heimilanna. Gert er ráð fyrir því að hækkandi greiðslubyrði muni ná til fleiri heimila eftir því sem líður á árið og fleiri heimili með óverðtryggð lán á föstum vöxtum losna. 

Í fyrra greiddu heimili landsins samtals um 125,3 milljarða króna. Það er um 39,1 milljörðum króna meira en heimilin greiddu í vexti árið þar á undan. 

Samtals námu hreinar vaxtatekjur bankanna í fyrra um 150,9 milljarðar króna. Mest tók Landsbankinn inn, 57,6 milljarða króna, sem var 78 prósent af hreinum rekstrartekjum hans. 

Óljóst er hvenær stýrivextir verða lækkaðir en margir binda vonir við að Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkanir undir lok þessa árs.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár