Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landsbankinn nýtur hárra vaxta og hagnaðist um 16 milljarða

Fyrri helm­ing­ur árs­ins 2024 hef­ur ver­ið Lands­bank­an­um gjöf­ull. Hagn­að­ur­inn nam 16,1 millj­arði króna eft­ir skatta. Á það ekki síst við um ann­an árs­fjórð­ung þessa árs. Á þeim fjórð­ungi nam hagn­að­ur­inn sam­tals um níu millj­örð­um króna sem er um 2,3 millj­örð­um meira en á sama tíma í fyrra.

Landsbankinn nýtur hárra vaxta og hagnaðist um 16 milljarða

Landsbankinn hagnaðist um 16,1 milljarð króna á fyrri helmingi þessa árs, þar af var hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi 9 milljarðar króna. Er það talsvert hærra en á öðrum ársfjórðungi í fyrra þegar hagnaðurinn var 6,7 milljarðar.

Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins. 

Landsbankinn heldur áfram að njóta góðs af núverandi vaxtastigi sem stendur í 9,25 prósentum. Hreinar vaxtatekjur á fyrri helmingi ársins voru 29,1 milljarðar króna, þar af 14,8 milljarðar á öðrum ársfjórðungi. Það er svipað og árið á undan en þá voru tekjurnar 14,5 milljarðar. 

Þjónustutekjurnar voru aftur á móti örlítið lægri á öðrum ársfjórðungi þessa árs (2,6 milljarðar) en árið á undan, þegar þær námu 2,7 milljörðum. 

Heimilin glíma við hækkandi greiðslubyrði

Háir vextir hafa leitt af sér miklar hækkanir á greiðslubyrði heimilanna. Gert er ráð fyrir því að hækkandi greiðslubyrði muni ná til fleiri heimila eftir því sem líður á árið og fleiri heimili með óverðtryggð lán á föstum vöxtum losna. 

Í fyrra greiddu heimili landsins samtals um 125,3 milljarða króna. Það er um 39,1 milljörðum króna meira en heimilin greiddu í vexti árið þar á undan. 

Samtals námu hreinar vaxtatekjur bankanna í fyrra um 150,9 milljarðar króna. Mest tók Landsbankinn inn, 57,6 milljarða króna, sem var 78 prósent af hreinum rekstrartekjum hans. 

Óljóst er hvenær stýrivextir verða lækkaðir en margir binda vonir við að Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkanir undir lok þessa árs.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár