Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landsbankinn nýtur hárra vaxta og hagnaðist um 16 milljarða

Fyrri helm­ing­ur árs­ins 2024 hef­ur ver­ið Lands­bank­an­um gjöf­ull. Hagn­að­ur­inn nam 16,1 millj­arði króna eft­ir skatta. Á það ekki síst við um ann­an árs­fjórð­ung þessa árs. Á þeim fjórð­ungi nam hagn­að­ur­inn sam­tals um níu millj­örð­um króna sem er um 2,3 millj­örð­um meira en á sama tíma í fyrra.

Landsbankinn nýtur hárra vaxta og hagnaðist um 16 milljarða

Landsbankinn hagnaðist um 16,1 milljarð króna á fyrri helmingi þessa árs, þar af var hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi 9 milljarðar króna. Er það talsvert hærra en á öðrum ársfjórðungi í fyrra þegar hagnaðurinn var 6,7 milljarðar.

Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins. 

Landsbankinn heldur áfram að njóta góðs af núverandi vaxtastigi sem stendur í 9,25 prósentum. Hreinar vaxtatekjur á fyrri helmingi ársins voru 29,1 milljarðar króna, þar af 14,8 milljarðar á öðrum ársfjórðungi. Það er svipað og árið á undan en þá voru tekjurnar 14,5 milljarðar. 

Þjónustutekjurnar voru aftur á móti örlítið lægri á öðrum ársfjórðungi þessa árs (2,6 milljarðar) en árið á undan, þegar þær námu 2,7 milljörðum. 

Heimilin glíma við hækkandi greiðslubyrði

Háir vextir hafa leitt af sér miklar hækkanir á greiðslubyrði heimilanna. Gert er ráð fyrir því að hækkandi greiðslubyrði muni ná til fleiri heimila eftir því sem líður á árið og fleiri heimili með óverðtryggð lán á föstum vöxtum losna. 

Í fyrra greiddu heimili landsins samtals um 125,3 milljarða króna. Það er um 39,1 milljörðum króna meira en heimilin greiddu í vexti árið þar á undan. 

Samtals námu hreinar vaxtatekjur bankanna í fyrra um 150,9 milljarðar króna. Mest tók Landsbankinn inn, 57,6 milljarða króna, sem var 78 prósent af hreinum rekstrartekjum hans. 

Óljóst er hvenær stýrivextir verða lækkaðir en margir binda vonir við að Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkanir undir lok þessa árs.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár