Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sér ekki fyrir endann á sífellt hærra fasteignaverði

Íbúða­verð hef­ur hækk­að um rúm 6 pró­sent frá í janú­ar, eða um 16% á árs­grund­velli. Það sér ekki fyr­ir end­ann á hækk­un­inni. Leigu­verð er einnig á upp­leið.

Sér ekki fyrir endann á sífellt hærra fasteignaverði
Reykjavík „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í skýrslunni. Mynd: Golli

Hátt hlutfall fasteigna selst á yfirverði og getur það bent til áframhaldandi hækkana á fasteignaverði sem hefur hækkað um 6,4% á þessu ári, eða 16 prósent á ársgrundvelli. 

Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar fyrir júlímánuð. 

„Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í skýrslunni. 

Leigan rýkur upp en hvati til skammtímaleigu gæti minnkað

En það er ekki bara markaður kaupenda og seljenda sem er í ójafnvægi, slík merki ber leigumarkaðurinn einnig með sér þegar kemur að framboði og eftirspurn. Vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júnímánuði og hefur hún hækkað umfram hækkun fasteignaverðs á síðustu þremur mánuðum eða um 7,4%. En það eru þó jákvæð teikn á lofti fyrir leigjendur. 

„Á undanförnum árum hefur staða ferðaþjónustunnar haft þó nokkur áhrif á leigumarkaðinn þar sem ákveðin samkeppni ríkir á milli leigjenda og ferðamanna um mögulegar leiguíbúðir. Á þessu ári hefur framboð á hótelherbergjum aukist á sama tíma og herbergjanýting hefur versnað. Með sömu þróun gæti hvati til skammtímaleigu minnkað sem gæti létt eitthvað á þrýstingi á leigumarkaðnum á komandi misserum,“ segir í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár