Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sér ekki fyrir endann á sífellt hærra fasteignaverði

Íbúða­verð hef­ur hækk­að um rúm 6 pró­sent frá í janú­ar, eða um 16% á árs­grund­velli. Það sér ekki fyr­ir end­ann á hækk­un­inni. Leigu­verð er einnig á upp­leið.

Sér ekki fyrir endann á sífellt hærra fasteignaverði
Reykjavík „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í skýrslunni. Mynd: Golli

Hátt hlutfall fasteigna selst á yfirverði og getur það bent til áframhaldandi hækkana á fasteignaverði sem hefur hækkað um 6,4% á þessu ári, eða 16 prósent á ársgrundvelli. 

Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar fyrir júlímánuð. 

„Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í skýrslunni. 

Leigan rýkur upp en hvati til skammtímaleigu gæti minnkað

En það er ekki bara markaður kaupenda og seljenda sem er í ójafnvægi, slík merki ber leigumarkaðurinn einnig með sér þegar kemur að framboði og eftirspurn. Vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júnímánuði og hefur hún hækkað umfram hækkun fasteignaverðs á síðustu þremur mánuðum eða um 7,4%. En það eru þó jákvæð teikn á lofti fyrir leigjendur. 

„Á undanförnum árum hefur staða ferðaþjónustunnar haft þó nokkur áhrif á leigumarkaðinn þar sem ákveðin samkeppni ríkir á milli leigjenda og ferðamanna um mögulegar leiguíbúðir. Á þessu ári hefur framboð á hótelherbergjum aukist á sama tíma og herbergjanýting hefur versnað. Með sömu þróun gæti hvati til skammtímaleigu minnkað sem gæti létt eitthvað á þrýstingi á leigumarkaðnum á komandi misserum,“ segir í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár