Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sér ekki fyrir endann á sífellt hærra fasteignaverði

Íbúða­verð hef­ur hækk­að um rúm 6 pró­sent frá í janú­ar, eða um 16% á árs­grund­velli. Það sér ekki fyr­ir end­ann á hækk­un­inni. Leigu­verð er einnig á upp­leið.

Sér ekki fyrir endann á sífellt hærra fasteignaverði
Reykjavík „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í skýrslunni. Mynd: Golli

Hátt hlutfall fasteigna selst á yfirverði og getur það bent til áframhaldandi hækkana á fasteignaverði sem hefur hækkað um 6,4% á þessu ári, eða 16 prósent á ársgrundvelli. 

Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar fyrir júlímánuð. 

„Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í skýrslunni. 

Leigan rýkur upp en hvati til skammtímaleigu gæti minnkað

En það er ekki bara markaður kaupenda og seljenda sem er í ójafnvægi, slík merki ber leigumarkaðurinn einnig með sér þegar kemur að framboði og eftirspurn. Vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júnímánuði og hefur hún hækkað umfram hækkun fasteignaverðs á síðustu þremur mánuðum eða um 7,4%. En það eru þó jákvæð teikn á lofti fyrir leigjendur. 

„Á undanförnum árum hefur staða ferðaþjónustunnar haft þó nokkur áhrif á leigumarkaðinn þar sem ákveðin samkeppni ríkir á milli leigjenda og ferðamanna um mögulegar leiguíbúðir. Á þessu ári hefur framboð á hótelherbergjum aukist á sama tíma og herbergjanýting hefur versnað. Með sömu þróun gæti hvati til skammtímaleigu minnkað sem gæti létt eitthvað á þrýstingi á leigumarkaðnum á komandi misserum,“ segir í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár