Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Baktería hermannaveiki í öðru húsi Leigufélags aldraðra

Leg­i­o­nella hef­ur fund­ist í tveim­ur fjöl­býl­is­hús­um Leigu­fé­lags aldr­aðra í Vatns­holti. Hún get­ur vald­ið her­manna­veiki sem leggst verst á fólk með und­ir­liggj­andi áhættu­þætti eins og há­an ald­ur.

Baktería hermannaveiki í öðru húsi Leigufélags aldraðra
Vatnsholt 1 og 3 Nýju fjölbýlishúsin þar sem hermannaveiki hefur komið upp voru byggð af Leigufélagi aldraðra. Mynd: Leigufélag aldraðra

Bakterían Legionella sem veldur hermannaveiki hefur fundist í tveimur fjölbýlishúsum Leigufélags aldraðra í Vatnsholti. Allir íbúar eru 60 ára eða eldri en veikin leggst illa í fólk með háan aldur.

Heimildin greindi nýverið frá því að ein manneskja hefði greinst með hermannaveiki í Vatnsholti 1 sem stendur við svokallaðan Sjómannaskólareit. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór í hreinsunaraðgerðir á vatnskerfi hússins í kjölfarið.

Legionella

Aðgerðirnar báru hins vegar ekki nægilega góðan árangur, að því segir í bréfi sem sóttvarnarlæknir sendi íbúum húsanna á föstudag. Bakterían er enn til staðar í lögnum hússins við Vatnsholt 1 og er einnig komin upp í Vatnsholti 3.

Íbúar húsanna hafa verið beðnir um að fara ekki í sturtu í íbúðunum þar til hreinsunaraðgerðum er lokið þar sem smithættan er fyrst og fremst tengd vatnsúða sem myndast þegar sturtur eru notaðar. Íbúar þurfa einnig að sjóða allt vatn sem sett er í rakatæki og rakahylki kæfisvefnsöndunarvéla og skipta um vatn daglega. Smit eiga sér hins vegar ekki stað á milli manna og áfram má nota vatnið til drykkjar.

„Fyrir 2 vikum var ráðist í umfangsmiklar hreinsunaraðgerðir á vatnskerfi í Vatnsholti 1 en þær báru ekki nægilega góðan árangur og þarf því að endurtaka þær,“ segir í bréfinu. „Tekin voru sýni úr vatnskerfi í Vatnsholti 3 og kom í ljós að Legionellu er einnig að finna í vatnskerfinu þar og því þarf að ráðast í hreinsunaraðgerðir þar. Heilbrigiseftirlit Reykjavíkur stýrir aðgerðum.“

51 íbúð er í þessum tveimur þriggja hæða fjölbýlishúsum við hlið Sjómannaskólans sem voru kláraðar árið 2023. Fyrsta skóflustungan að þeim var tekin árið 2021. Leigufélagið var stofnað af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrennis með það að markmiði að tryggja sem flestum sem náð hafa 60 ára aldri hentugt húsnæði til leigu.

Hár aldur meðal áhættuþátta

Hermannaveiki orsakast af bakteríunni legionella pneumophila og eru náttúruleg heimkynni hennar í vatni. Smit geta orðið þegar svifúði myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum og berst í öndunarveg fólks. Alvarleg veikindi verða helst hjá fólki með undirliggjandi áhættuþætti. Eru þeir til dæmis hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun.

Helstu einkenni hermannaveiki eru hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur, að því fram kemur á Vísindavefnum. „Lungnabólga er alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða í 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki er 2–10 dagar.“

Leiðrétting: Í greininni stóð áður að fleiri íbúar en einn hefðu veikst af hermannaveiki. Það hafði ekki fengist staðfest við birtingu greinarinnar.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
4
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár