Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Skyndilegar vinsældir nafnsins Una að öllum líkindum vegna Unu Torfa

Ís­lensku­pró­fess­or seg­ist sann­færð um að nýtil­komn­ar og for­dæma­laus­ar vin­sæld­ir stúlk­u­nafns­ins Una megi rekja til frægð­ar tón­list­ar­kon­unn­ar Unu Torfa. Spurð hvað henni finn­ist um mál­ið seg­ir ungst­irn­ið það súr­realískt en er þó ef­ins um að þetta teng­ist henni.

Skyndilegar vinsældir nafnsins Una að öllum líkindum vegna Unu Torfa
Una Torfa „Ef fólki finnst í lagi að börnin þeirra heiti það sama og ég þá hlýt ég að vera að gera eitthvað rétt.“ Mynd: Aðsend

Áári hverju birtist á vef Þjóðskrár listi yfir tíu vinsælustu nöfnin sem voru gefin nýfæddum börnum á liðnu ári. Stundum breytast þessir listar ekki mikið á milli ára en nöfn eiga þó stundum til að skjótast upp vinsældarlistann á gríðarlega skömmum tíma. 

Árið 2023 var það nafnið Una, sem var þá níunda vinsælasta stúlkunafnið. Árið á undan hafði það hins vegar verið í 58. sæti, eða 49 sætum neðar.

Þetta í fyrsta skiptið sem nafnið öðlast raunverulegar vinsældir, þótt gamalt sé í málinu. Það hefur aldrei verið beinlínis sjaldgæft en Una hefur heldur aldrei náð miklu flugi.

Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku og höfundur bókarinnar Nöfn Íslendinga, segist sannfærð um að nýtilkomnar vinsældir nafnsins megi rekja til frægðarsólar tónlistarkonunnar Unu Torfa. Allt bendi til þess, þótt erfitt sé að sanna það. 

Blm: Þetta hefur ekki verið neitt sérstaklega algengt nafn, er það?

„Alls ekki,“ segir Guðrún.

Una Torfa kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2022 og varð hratt mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi.

Guðrún segir það algengt að nöfn þekkts fólks verði vinsæl. „Það er mjög oft eitthvað svoleiðis. Svo hefur líka verið dálítið um það að nöfn úr barnabókum eða barnakvikmyndum hafi skotist upp en það er ekki alveg eins algengt.“ 

„Mér þykir mjög vænt um þetta nafn“

Spurð hvað henni finnist um það að hún eigi sennilega þátt í vinsældarsprengingu nafns síns segir Una Torfa að sér þyki þetta súrrealískt. Hún segist þá eiga bágt með að trúa því að vinsældir nafnsins tengist sér. „En kannski hefur fólk fengið hugmyndir. Ég tek þessu bara sem hrósi, ætli það ekki. Ef fólki finnst í lagi að börnin þeirra heiti það sama og ég þá hlýt ég að vera að gera eitthvað rétt.“ 

Una er kveðst ánægð með þróunina. „Mér finnst það mjög gaman því ég er mjög ánægð með að heita Una. Ég hef alltaf verið ánægð með þetta nafn.“ Hún segist samgleðjast nýju nöfnum sínum og telur þær eiga gott í vændum. „Þetta þýðir hin hamingjusama. Mér þykir mjög vænt um þetta nafn.“

Aðspurð segist tónlistarkonan hafa tekið eftir því að nafnið væri að verða vinsælla. „Ég hef heyrt í kringum mig að þetta væri að aukast. Ég hef vitað frá því að ég var lítil að við vorum mjög fáar þegar ég fékk mitt nafn. Það var eitthvað sem ég var meðvituð um – að ég héti sjaldgæfu nafni. Ótrúlegt hvað það er búið að breytast hratt.“

Birnir vinsælasta drengjanafnið í fyrra

Vinsælasta drengjanafnið árið 2023 er einnig kunnuglegt í heimi tónlistarinnar, Birnir. Það nafn var einnig vinsælt árið áður, þegar það lenti í fimmta sæti. Að sögn Guðrúnar bendir allt til þess að í því tilfelli sé það sama uppi á teningnum – að rapparinn Birnir hafi haft áhrif á vinsældir nafnsins, sem var nánast óþekkt þangað til á síðustu áratugum. En árið 1989 voru aðeins 15 karlar sem hétu Birnir að fyrsta nafni.

BirnirRapparinn ásamt Páli Óskari.

Guðrún telur að tilviljun ráði því hvaða þekktu einstaklingar hafi þessi áhrif og það endurspegli ekki endilega ást fólks á þeim. Þegar fólkið sé minna í sviðsljósinu séu nöfnin fólki ekki eins ofarlega í huga og þá dvíni vinsældirnar. 

Kapítóla vinsælt en Hallgerður óvinsælt

Í gegnum tíðina hefur ekki aðeins frægt fólk heldur einnig bókmenntir og kvikmyndir haft mikil áhrif á tíðni nafna. „Það voru einmitt nöfn úr bókum sem urðu mjög vinsæl, eins og Kapítóla. Það var óskaplega vinsæl saga fyrir áratugum. Það voru fleiri, fleiri konur sem fengu nafnið Kapítóla upp úr þeirri bók,“ segir Guðrún. Það sama hafi átt sér stað þegar bókaflokkurinn um Ísfólkið var hvað vinsælastur. Margir hafi sótt nöfn þaðan.

Óvinsældir persóna geti þá einnig haft áhrif. „Hallgerður langbrók úr Njálu hún var aldrei vinsæl af því hún þótti fara svo illa með menn sína. Það voru eiginlega engar konur sem fengu nafnið Hallgerður fyrr en kannski á síðustu áratugum. Menn forðuðust það. Eins með nafnið Gróa – því það var talað um Gróu á Leiti.“ 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Frammistaða Unu Torfa við Arnarhól í kvennaverkfallinu vakti athygli mína á Unu og nafninu hennar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Risar á ferð: Flöskuhálsar kalla á breytingar á vegum
4
SkýringVindorka á Íslandi

Ris­ar á ferð: Flösku­háls­ar kalla á breyt­ing­ar á veg­um

80 metra lang­ir vind­myllu­spað­ar eru lengstu íhlut­irn­ir sem munu fara um ís­lenska vega­kerf­ið ef af bygg­ingu vindorku­vera verð­ur hér á landi. Þess­ir for­dæma­lausu þunga­flutn­ing­ar kalla á styrk­ing­ar á brúm og veg­um, breyt­ing­ar á vega­mót­um og alls kon­ar til­fær­ing­ar aðr­ar. Flytja yrði inn sér­staka flutn­inga­bíla til verks­ins og loka veg­um fyr­ir ann­arri um­ferð enda ekki dag­legt brauð að aka með fyr­ir­bæri á pari við hæð Hall­gríms­kirkjut­urns um þjóð­vegi lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
6
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár